Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 73
77 ærum, er nú í óvissu, en þó ekki svo, að öldum skipti eftir þetta. — Talið er, að um eitt skeið hafi bænahús verið á Þorleifsstöðum. Jörðin. Landslag og jarðargæði er að flestu leyti líkt á báðum þessum jörðum. En matið er alltaf eins á Þorleifsstöðum, 1681, 1861, 20 hundruð, en þá 23,2 hundruð 1932 3500 kr. og 1942 4000 kr. Tvíbýli hefur verið á Þorleifsstöðum öðru hvoru, svo er það 1711 og aftur á 11. öld (1833—46), en varla úr því, og þrír húsbændur voru þar 1733. En þrátt fyrir tvíbýlið mun þar oftar hafa verið heldur minna bú en á Rauðnefsstöðum. T. d. eru þar hjá báðum 1711: 9 nautgripir, 147 kindur, en 14 hross. Jarðarafgjald hafa þeir hærra, 138 álna landskuld, móti 100 á Rauðnefsstöðum og 5 kvígildi móti 4. Getið er sama árennslis á engjar og að auki: „Högum grand- ar blástur. Líka er peningi hætt fyrir giljum“. — Jarðarspjöll af fok- sandi munu aldrei hafa orðið mikil á Þorleifsstöðum eða langvinn. (Þeirra hefir gætt meira á landi Reynifells, og gætir þar enn, þótt nú fari væntanlega að lagast, vegna girðingar um gárann). YFIRLIT OG VIÐAUKI Hér að framan hefir nú verið getið að nokkru 79 eyddra býla eða bæjarstæða og 23 aflagðra bæja til ábúðarafnota. Samtals 102. — Þar eru talin aðeins tvö tvíbýli, á Helluvaði og Víkingslæk. En tví- býlin eyddu og aflögðu eru svo mörg og óviss um tímatal, að þeirra verður hér að litlu getið. En þó vil ég nefna aðeins hin helztu þeirra, og á þeim jörðum eingöngu, sem hér eru áður nefndar, eftir sömu hringferð: 1. Þorleifsstaðir. Tvíbýli var þar 1738 og 1833—46. (Árfærð hér og á fleiri stöðum aðeins eftir því, sem víst er). 2. Stóra-Hof. Tvíbýli 1703, 1711, 1827 og 1860—1886 síðast. 3. Gröf. Árið 1711 og lengi síðar tvíbýli. — Lítið rannsakað eins og víðar. 4. Grafarbakki. Tvíbýli þar 1733, en óvíst að öðru leyti. 5. Gaddstaðir, sömuleiðis 1733, 1788, 1791-1800 og 1830-35. 6. Brekkur. Tvíbýli var þar, 1752, 1788, 1801, 1833 og 1870— 76 síðast. 7. Bolholt. Tvíbýli þar 1848—62. 8. Steinkross. Árið 1711 var þar tvíbýli, en hversu lengi er óvíst, eins og alls staðar á þessum nefndu stöðum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.