Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 24
28 Bæirnir voru tveir, á hlýlegum stað sunnan í nefinu, og milli bæjanna aðeins nokkur hundruð metrar, svo að líklegt er, að túnin hafi legið alveg saman. Nú er þarna gróðurlaust hraun og sandur þar, sem áður var slægja og reiðingsmýri. Sandurinn hefir fyllt lækinn öðru hvoru og flæmt hann út um flatlendið. Eigi að síður hefir hann hlíft holti því, er hann rennur norðan við og Bitholt heitir. Er það eins og lítil hvanngræn bót á stóru svörtu fati, seigt til beitar og jafnvel eitt- hvað til slægna í góðum árum. A vesturbýlinu bjó Bjarni Halldórsson, forfaðir Víkingslækjarætt- ar, árin 1730 til dauðadags 1757 (áður 19 ár á Rauðnefsstöðum og fyrst með móður sinni á Stokkalæk, fæddur í Klofa á Landi 1679). Kona hans, Guðríður Eyjólfsdóttir, var af göfugum ættum (Sýslu- mannaæfir IV, 445). Áttu þau 17 börn, og margir niðjar þeirra í 1.—4. lið urðu hreppstjórar á Rangárvöllum. Ættir eru raktar frá 10 sonum þeirra og 1 dóttur. Nýbýlin. Loftur, sonur Bjarna, bjó eftir hann á vesturbýlinu í 27 ár eða til 1784. Byggði þá nýbýli á útjaðri landsins við Rangá. Bæ- inn nefndi hann Kaldbak eins og bali sá hét, er hann byggði á. Þar bjó hann í 24 ár. Þrátt fyrir brottflutning Lofts, voru tveir bændur og síðast einn eftir á Víkingslæk um 28 ár eða til 1812. Þá fór þaðan að síðustu Magnús Björnsson, Ólafssonar sama stað, og flutti að Næfurholti eitt ár, en svo að Bolholti. Hann var faðir Kristínar konu Brynjólfs bónda í Bolholti (d. 1878). En hann var sonur Brynjólfs Jónssonar þess, er árið 1811 byggði annað nýbýli á útjaðri Víkingslækjar á sjálfu Þingholtinu, sem fyrr og síðar heitir á Þingskálum. Voru þar þá enn sýnilegar fjöldamargar búðarústir, um 100 telur ein heimild- in, og þá sennilega þar með smákompur, er þar kunna að hafa verið.1 Enn eru þau byggð þessi býli bæði. Rústirnar. Rústir gömlu býlanna eru nú svo gjörblásnar og út- velt hleðslugrjótið, að þar verður ekkert mælt. Vestra býlið hefir 1) Jón Sigurðsson 4to 120, bls. 213. Sbr. Árbók Fornleifafélagsins 1888, bls. 54—60. Þar lýsir Sigurður Vigfússon fornfræðingur 36 eða 37 búða- rústum, flestar þeirra 30—60 feta langar og breiðar að sama skapi. Saman- ber og lýsing þingstaðar og uppdrátt Brynjúlfs Jónssonar í Árbók Forn- leifafélagsins 1898, bls. 13 og 48. — Á Þingskálum voru háð þriggja hreppa þing langt fram á 18. öld. Hengdir voru þar bræður tveir, Þórður og Ög- mundur Bjarnasynir, árið 1743 eða 44, fyrir fjárstuld m. a. og útilegu einn vetur í Þjófahelli na. í Þríhyrningi. Þetta mun vera eitt af síðustu, ef ekki síðasta líflát þar. En um 1750 voru hengdir 2 menn á Lambeyjar- þingi í Fljótshlíð (J. S. sama, 222).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.