Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 42
46 austanverðu nema 84 faðma heim að bænum, flúði fólkið bæinn, af ótta við innilokun í nýja brunanum. Var þá í skyndi safnað mönn- um og hestum út um sveitina og búslóðin öll flutt í burtu, eftir þriggja vikna aðrennsli, 23. september, rofin hús og trjáviðir með öðru nýtilegu tekið með. Arni Guðmundsson á Keldum (síðar hreppstjóri á Reynifelli) var við flutninginn, og sagði svo frá, að þá hefði hraun- leðjan verið farin að storkna öll að ofan, en sprungið samt og sigið undan hallanum með Ieðjunni óstorknuðu, er undir var. Fór þó að síðustu svo hægt, að ekki munaði nema nokkrum föðmum á dag eða jafnvel fetum síðast. Og stöðvaðist alveg neðan við túnið, en lokaði ekki leið að því. Þótt hraunið væri dökkleitt álengdar í dagsbirtu, þá glórði það allt ofan í, er nær var komið, og því fjær sást þetta og skærar, sem meira tók að dimma á kvöldin. Lagði þá líka svo megn- an hita frá hrauninu, að ekki þoldu menn að ganga alveg að því, nema að síðustu við neðsta og lægsta hraunnefið. Sagðist Árni hafa af rælni tekið langa járnstöng og rekið þar annan endann inn á milli steina, og hefði þá endinn orðið hvítglóandi á augabragði. Nœfurholt II. — Nefna má Næfurholt II., þótt eyðibýla-númerið eigi þar ekki heima, heldur á Hálsi. — Þrátt fyrir flótta og niðurrif bæjarins í Næfurholti 1845 var jörðin ekki yfirgefin. Þótt mikið nokkuð sé enn eftir af gamla túninu og slegið í því árlega, síðan það var girt, er þar ekki byggilegt sökum vatnsleysis. Flutt var þá þegar að, og síðan tekið til að byggja upp betri bæ á gömlu afbýli, sem hét Háls1 og hafði þá verið 1 ár í eyði, og fljótt var það skírt upp og nefnt Næfurholt.2 Staður sá á fjallsrótum Bjól- fells, austast að norðanverðu, fast við háa og snarbratta fjallshlíðina, og á þriðja km ssv. frá gamla bænum. Grætt var þar upp tún eigi alllítið og grjóti girt á síðari tímum. En klettótt er það, sökum hruns úr fjallinu, sem reynzt hefir mjög hættulegt. Sagt er t. d., að eitt sinn hafi klettur skotizt inn í baðstofu, gegnum gaflhlaðið, án þess þó að særa fólk. Oðru sinni brá á leik bjarg allmikið, hoppaði yfir 1) Sumir hafa haldið, að þarna væri Þórunnarháls, bæjarstæði land- námskonunnar. En það er fjarstæða. Háls er aðeins lítið kot síðustu alda. Og ekki tekur tali, að svo göfug og stórhuga kona, með slíku feikna land- rými, hafi byggt bæ sinn á því „russubaki Kára“, þar sem aldrei getur sézt sól í 18 vikur fyrir fjallinu, sem er 443 m hátt, í vetrarskammdegi, og að- eins fyrir sólarlag um mánuði að auki. 2) Bæjarnöfnin hafa þó blandazt saman fyrstu árin; sem dæmi má geta þess, að í húsvitjunarbók 1849 er fyrst ritað Háls, en yfirstrikað og breytt í Næfurholt.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.