Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 76
GAMALL ÍSLENZKUR RENNIBEKKUR Eftir Kristján Eldjárn. I Strandamannabók Péturs Jónssonar frá Stökkum, Reykjavík 1947, er þáttur um reka á Ströndum og hagnýtingu hans og allítar- lega skýrt frá smíðum manna þar í sýslu, m. a. rennismíði. Hinn frumstæði rennibekkur, sem vitað er, að notaður var við þessar smíðar, er nú enginn til, hvorki á safni né í eigu manna úti á landi, að því er bezt verður vitað, og því hefur Pétur Jónsson komið eftir- farandi orðsendingu inn í bók sína (bls. 150): ,,/Eskilegt væri, að eftirlíking eins slíks rennibekks yrði smíðuð eftir fyrirsögn einhvers, sem hefði séð hann, og yrði henni svo komið á Þjóðminjasafn vort, meðan enn er tími til“. Við þessum tilmælum hefur gamall þjóðhagasmiður, Jens Jóns- son frá Smiðjuvík í Grunnavíkurhreppi, nú á Stekkjum í Hnífsdal, orðið vel og dyggilega. Jens er nú háaldraður maður, en var talinn listasmiður, og eru margir hlutir til eftir hann vestra, einkum á Isa- firði, og er margt af því líkingar af gömlum búsáhöldum. Veturinn 1948—49 smíðaði hann líkan af hinum gamla rennibekk og sendi Þjóðminjasafninu að gjöf (kom 12. 5. 1949). Fyrir um það bil 65 árum, þegar Jens var 10—12 ára, sá hann rennibekkinn fyrst, hjá Benedikt Hermannssyni, bónda í Reykjarfirði við Geirhólm.1 Benedikt hafði verið vinnumaður að Horni hjá Stíg 1) Hans Kuhn sá þennan bekk Benedikts Hermannssonar í Reykjarfirði 1927. Hann sagði Matthíasi Þórðarsyni frá honum, og skrifaði Matthias ekkju Benedikts, Ketilríði Jóhannesdóttur, 5. 11. 1927 og falaði bekkinn. Ketilríður svaraði 16. 2. 1928 og kvað bekkinn svo mjög eyðilagðan, að hann yrði ekki með nokkru móti látinn á safn. Þegar ég kom í Reykjar- fjörð 2. júlí 1953 tókst ekki að hafa upp á neinu úr bekknum nema einu járni, sem honum hafði fylgt. En vel mundu hjónin í Reykjarfirði eftir bekknum, enda húsfreyjan dóttir Benedikts og húsbóndinn, Jakob Kristjáns-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.