Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 65
69 Landskuld hafði verið þar 80 álnir, og ber þetta saman við afgjald Jónshjáleigu. 11. Strympa, Bakrangur. Þótt þetta væru tvö býli og stæðu hvort á sínum stað, tel ég þau eitt býli, því að bæði voru jafnlítil kot, og hið fyrrnefnda mun byggt upp úr hinu, því ekki finnst beggja getið á sama tíma. Þar verður því líka nafnabreyting með stuttri til- færslu bæjarins. Sagt er, að kot þessi hafi ekki fengið annað í Odda- túni en húsagarðinn og kirkjugarðinn. Sjálfsagt hafa þau þó fengið einhverjar engjaslægjur, líkt og öll kotin hin að tiltölu, í hið minnsta hafa Oddaflóðin getað veitt þeim ótakmarkaða slægju, er þau vildu nota.1 Skyldu þar og fóðrast 3 kvígildi og greiðast 60 álna lands- skuld. Bakrangur (líka nefndur Ráðleysa) var byggður að húsabaki, og snéri ,,rangt“ við staðnum; af því kom nafnið. Hvenær byggður, er óvíst, en getið er hans í tíð Gísla próf. Thorarensen um 1797. Ekki er kots þess getið 1791, og er þó líklegast, að það sé byggt vegna eyðingar Dvergasteins, á næstu árum þar á eftir, og vegna kvígild- anna. Árið 1818 leggur Steingrímur próf. Jónsson býli þetta niður vegna aðþrengingar. I bréfi til Geirs biskups telur hann heyskapinn í Odda „framt að þriðjungi minni en verið hefir“. Síðan fékk prófast- ur leyfi biskups til að selja 7 kirkjukvígildi, er hann hefði orðið að taka heim af jörðum kirkjunnar, vegna skemmda. — Þverá var um þetta bil að spilla Oddaengjum og brjóta ,,Eyrar“ í eyjar. Strympa reis þó brátt upp af moldum Bakrangs, og lifði góðu lífi, unz Ásmundur prófastur Jónsson jarðsöng hana 1872, þannig, að hún skyldi ekki af jörðu upp aftur rísa. Bær sá var byggður vest- ur frá staðarbænum og hærra en hann. Hefir því álengdar litið út líkt og strompur á helli á Vinkvarnarhæðinni, og sennilega borið nafn af því. 12. Kumbli, var ein af þeim fjórum hjáleigum, sem Snæbjörn prófastur lét byggja utan um tún sitt í Odda. — Tvær eru áður nefndar, og fjórða var Langekra, sem enn er í byggð. Bærinn stóð á lágri hæð austast í túninu, hafði nokkuð stórt og gott tún og var eitt 1) Svo víðlend eru Oddaflóð og mikil slægja í þeim, að ekki hafa þau verið teiglögð í mannaminnum, nema sumarið 1881. Og þá af tvennum ástæð- um: 1. Af grasleysisneyð sóttu heyskap þangað menn af fjölda bæja og allt ofan frá efstu bæjum Rangárvalla. 2. Eftir gaddaveturinn mikla, fór fekki klakinn úr flóðunum þá um sumarið. Mátti um sláttinn teyma hest á klakanum í vatninu (líklega milli hnés og kviðar), þar sem á þíðu var alófært. Þrátt fyrir klakann, voru flóðin vel sprottin.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.