Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 28
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
prentuð í bamablaðinu Unga Islandi 1938. Þar er skrásetjandi ekki
nafngreindur en í efnisyfirliti er frásagan merkt fangamarkinu L. K.;
verður hér engum getum að því leitt hvað það táknar.50
Aörar sagnir um krossinn.
Ýmislegt hefur verið skráð um krossinn í Fannardal síðan frá-
saga Björns Bjarnasonar birtist í Huld árið 1895 og skal það nú
rakið eftir föngum.
Elst af þessum skrifum er sennilega stutt frásögn eftir Benedikt
Sveinsson á Borgareyri í Mjóafirði eystra, líklega skrásett á rit-
stjórnarárum Þorsteins Erlingssonar við blaðið Bjarka á Seyðis-
firði 1896—1900, en ekki virðist hún hafa birst á prenti fyrr en 1954.
Benedikt kemst svo að orði:
„Krossskálafjara heitir dálítinn spöl fyrir utan Uxavogstangann
sem krossinn rak í er getið er um í Þjóðsögum Jóns heitins Árna-
sonar og sem tröllskessurnar flýðu burt fyrir er þær ætluðu að spyrna
saman fjöllunum yfir Fannardal, og því var krossinn þangað fluttur
og er hann þar enn.“57
1 þessari stuttu frásögn, sem tekin er út úr lengra máli um ör-
nefni í Norðfirði og Mjóafirði með fyrirsögninni Uxavogur, eru
mishermi sem ekki verður komist hjá að leiðrétta. örnefnið Kross-
skálafjara hefur víst aldrei verið til, heldur er það samrunamynd
úr hinu alkunna örnefni Krossfjara, sem höfundur á bersýnilega við,
og Krossskálavík sem er gamalt örnefni á því svæði í núverandi
Neskaupstað, sem áður var oft einnig nefnt Krossavík en nú svo til
eingöngu Vík og er rétt innan við mesta athafnasvæði kaupstaðar-
ins.58 1 þjóðsögum Jóns Árnasonar birtist aldrei neitt um Fannar-
00 1 endurprentaðri Huld er sagan um krossinn í II. bindi, bls. 135—136; sjá
ennfremur Bjöm Guðfinnsson: íslenzk málfræði lianda slcólum og útvarpi,
Reykjavík 1937, 1939, 1944, 1946, í öllum útgáfum á bls. 63—64, Unga
ísland, XXXIII. árg., Reykjavík 1938, I. tbl. bls. 9.
57 Þjóðsögur Þorsteins Erlingssonar, Reykjavík 1954, bls. 277; sjá og formála
sama rits með greinargerð um sögurnar, bls. 4—5. Benedikt Svein'sson (f. 2.
janúar 1846, d. 4. september 1931) var dóttursonur séra Benedikts Þor-
steinssonar sem skrifaði skýrsluna um Fannardalskrossinn sem birt er hér
að framan á bls. 15—16. Sjá annars íslenzkar æviskrár I, Rvík 1948, bls. 139.
58 Sigurlínus Stefánsson segir í áðurnefndri ævisögu sinni að hann hafi flust
frá Barðsnesi og norður að Nesi árið 1898 og reist sér hús í Krossavík en
þeirri orðmynd breytir hann í handriti sínu í Krossskálavík. Þetta hús var
oft nefnt Gamlavík en nú er það horfið fyrir allmörgum árum. Um þetta