Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 8
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ameríku og fengið á sig ævintýraorð. Ekki hefur hann þó komið
bláókunnugur til Norðfjarðar 1920 því að í árslok 1894 er hann í
sóknarmannatali skráður „vetrarsetumaður“ hjá Gísla Hjálmars-
syni „borgara" að Nesstekk þar sem nú er miður Neskaupstaður.
Gísli Hiálmarsson var frá Brekku í Mjóafirði og rak um skeið verslun
á Norðfirði, bæði einn og með Konráði bróður sínum sem síðar tók
við verslunaraðstöðu þeirra, en Gísli fluttist vestur á land. Á síðari ár-
um sínum rak hann verslun í Reykjavík. Jósef Axfirðingur var mikill
að vallarsýn og hafði á sér höfðingjasnið, síðskeggjaður og kempuleg-
ur. I margmenni átti hann til að vera hávær og óþjáll, gat verið ómild-
ur á manninn og jafnvel hranalegur. Allt bendur til að undir trölla-
stakki hans hafi slegið viðkvæmt hjarta, og víst er um það að hann var
vinur vina sinna. Jósef fæddist á Leifsstöðum í Axarfirði 23. febrúar
1862. Foreldrar hans voru hjónin Jósef Brynjólfsson og Helga Eiríks-
dóttir, þá í húsmennsku á Leifsstöðum. Með Jósefi Axfirðingi fluttist
að Fannardal bústýra hans Ragnhildur Jónasdóttir, fædd 19. febrúar
1885 á Leifsstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas
Jónsson og Björg Davíðsdóttir. Hún hét fullu nafni Ragnhildur Stef-
anía og taldi sig ævinlega fædda 18. febrúar. Ragnhildur var um margt
sérstæð kona, listhneigð, skáldmælt, bar umhyggju fyrir öllu sem lífs-
anda dregur, hvort sem voru músarungar, fuglar himinsins eða bú-
fénaður. Hún minnir um margt á helgar konur í árdögum kristn-
innar. Jónas Árnason hefur skrifað um hana fallega bók, UncLir
Fönn, Reykjavík 1963. Jósef bjó til dauðadags í Fannardal. 1 bana-
legunni var hann fluttur út að Skorrastað til þess að hægra væri fyrir
lækni að vitja hans. En vatn handa honum varð að sækja inn að
Fannardal. Svo mikla trú hafði Jósef á heilnæmi og lífsmagni vatns-
ins í dalnum sínum að vatn út um miðja sveit, þótt ómengað væri, gat
ekki komið í þess stað. Hann andaðist á Skorrastað 22. október 1946.
Ragnhildur stóð alla stund við hlið Jósefi og hélt áfram búskap að
honum látnum. Hún brá búi haustið 1955 og fluttist út í Neskaupstað.
Þar dó hún 5. desember 1968.21
Ragnhildur er síðasti ábúandi í Fannardal. Af henni keyptu jörðina
þeir feðgar Guðröður Jónsson kaupfélagsstjóri í Neskaupstað og
21 Um síðustu daga Jósefs og Ragnhildar í Fannardal sjá TJndir Fönn, einkum
bls. 177—181 og 205—212. Um trú Jósefs á vatninu í Fannardal hef ég orð
Friðjóns Guðröðarsonar lögreglustjóra á Höfn í Hornafirði. Um ætterni
Jósefs má lesa í Æ Au nr. 7825 og þar á undan, en Ragnhildar í nr. 7715—7721
og þar á undan. Kemur þá í Ijós að þau Jósef og Ragnhildur hafa verið
nokkuð skyld í ættir fram, bæði af ætt Fjallabræðra.