Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 39
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
45
Til þess að véfengja slíkar sögur þarf enga náttúrunafnakenningu.
Þess konar sögur hafa verið að myndast allt fram á okkar daga. Hins
vegar er ekki hlaupið að því að skýra, svo að óyggjandi sé, uppruna
örnefnis eins og Krossfjara, en eðlilegt er að bent sé á að kunnar
eru heimildir um krossa úti á víðavangi fyrr á tímum, eins og
drepið hefur verið á hér að framan. Um það ber krossinn í Njarðvík-
urskriðum órækt vitni enn í dag.
Mér virðist þó aðallega tvennt vaka fyrir Jóni Bjarnasyni með
sögu sinni og er þó raunar hvort tveggja af sömu rót runnið, þ. e.
honum er umhugað um að ekki falli blettur á minningu forfeðra hans í
Fannardal: 1) Hann vill ekki að Fannardalsfólk liggi undir ámæli af
hjátrú vegna sagna um átrúnað á krossinn. 2) Hann vill ekki að
sagnir um Fannardalskrossinn komi þeirri hugmynd inn hjá mönn-
um að Fannardalsbændur hafi haft átrúnað fólks á krossinn að fé-
þúfu. — Hann telur móður sína hafa neitað því, „að fólk hefði haft
á krossi þessum nokkurn sérstakan átrúnað" en þó viðurkennir hún
síðar að það hefði „komið fyrir í eitt eða tvö skipti að konur hefðu
heitið á krossinn og gefið honum klútrýju“. Með þessum orðum er
þó staðfest að einhver átrúnaður hefur verið á krossinum, eins og aðrar
sagnir, eldri og yngri, kunna frá að herma. í orðunum „og er það
alrangt að honum væri gefið mikið [auðkennt hér]“ er vitanlega
fólgin skýlaus viðurkenning fyrir því að einhverjar gjafir hafa
krossinum verið færðar. Þó að það sé haft eftir Jóni að saga þessi
hafi áður „verið rangfærð allmikið og ýkt“ tekst honum þó ekki að
hrekja aðalatriðin um áheit á krossinn og gjafir honum til handa. Þó
nefnir hann hvergi það atriði, sem minnst er á bæði fyrr og síðar, að
krossinum hafi verið færð kerti og ljósmeti.
Það verður því að telja að Jóni Bjarnasyni á Skorrastað hafi alls
ekki tekist að hnekkja fyrri sögnum um átrúnað á krossinn í Fannar-
dal, þó að nú sé erfitt að færa sönnur á hversu almenn þessi trú hafi
verið. Það má einnig vera að Jón Björnsson og hans skyldulið í Fann-
ardal hafi lítt haldið þessari trú á loft. Um það verður þó ekkert
fullyrt vegna skorts á heimildum en orð Guðrúnar dóttur hans benda
til þess. Af ummælum séra Sigurðar Gunnarssonar má ráða að trú á
krossinn til áheita hafi rénað er líða tók á 19. öldina.
Hér er rétt að tilfæra frásögn Stefáns Einarssonar prófessors um
Fannardalskrossinn.70 Áður hefur að vísu verið til hennar vitnað
70
Sjá Árbók Ferðafélags íslands 1957 (Austfirðir norðan Gerpis), bls. 21.