Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 35
Róðukrossinn í fannardal
41
frá hér á eftir, Guðmundar Stefánssonar í Laufási og Þorbergs
Guðmundssonar á Tröllanesi. Síðar verður vikið betur að þeim mun
sem kemur fram milli sögugerðar dr. Björns og hinna yngri sagna-
manna. Eftirtektarvert er að Sigfús Sigfússon nefnir aldrei fjarðar-
kjaft.
Þá er komið hér að einni hinni viðamestu frásögn um Fannardals-
krossinn. Er hún eftir Jón Bjarnason bónda á Skorrastað, albróður
dr. Björns frá Viðfirði.04 Svo undarlega bregður við að Jón virðist
beina máli sínu á ýmsan hátt gegn sögugerð Björns bróður síns og
kallar til stuðnings vitnisburði sínum orð móður þeirra bræðra sem
var að vísu látin fyrir meira en 12 árum þegar saga Jóns birtist.65
Þá hafði engin saga komið á prenti um krossinn nema frásögn dr.
Björns og fyrri frásaga Sigfúsar Sigfússonar sem birt er hér að
framan á bls. 35—36. í þeirri frásögn getur Sigfús ekkert um áheit á
krossinn og gjafir honum til handa en Jóni virðist nokkuð í mun að
gera sem minnst úr því atriði sögunnar. Ekki verður nú sagt með
vissu hvað Jóni gekk til með að birta þessa frásögn í elli sinni, en
niinnt skal á að sögugerð Björns bróður hans fær nýjan byr undir
vængi einmitt á áratugnum milli 1930 og 1940. Sagan er endur-
prentuð í II. bindi Huldar 1936, Málfræði Björns Guðfinnssonar
kemur fyrst út með sögunni 1937, og í Unga íslandi er sagan birt
í ársbyrjun 1938. Sögugerð sú sem séra Jakob Jónsson lagði til
grundvallar hugleiðingu sinni í Kirkjubólsteig 1929 virðist hins
vegar vera í meira samræmi við sögugerð Jóns á Skorrastað en dr.
Björns bróður hans. Svipuðu máli gegnir um sögugerð Guðmundar
Stefánssonar.
Saga Jóns Bjarnasonar birtist undir fyrirsögninni Krossinn í
Fannardal. Fyrir sögunni er örstuttur formáli sem virðist vera eftir
ritstjóra Æskunnar, sem þá var Margrét Jónsdóttir, en hlýtur að
vera saminn eftir bréfi sem Jón hefur látið fylgja sögunni. For-
málinn er á þessa leið:
Saga sú, er hér fer á eftir, er gömul munrfmælasögn úr Norðfirði. Hún
er færð í letur af gömlum manni þar eystra. Telur liann að saga þessi
hafi verið rangfærð allmikið og ýkt og birt þannig á prenti en óskar
eftir að hún komi í Æslcunni eins og hún er í raun og veru.
04 Jón Bjarnason er fæddur á Stuðlum í Norðfirði 22. október 1858. Hann
bjó lengst af búskapar síns á Skorrastað þar sem hann dó 27. júní 1943. Um
æviatriði hans sjá nánar Hver er maðurinn I, Reykjavík 1944, bls. 353. Frá-
sögn Jóns um krossinn birtist í barnablaðinu Æskunni 1939, 5. tbl., maí-
hefti, bls. 53.
Sjá 54. neðanmálsgrein á bls. 30 hér að framan.
05