Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 155
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1973
161
mönnum og sóknarnefnd að gera við gömlu kirkjuna sem er bænda-
kirkja og orðin rúmlega 100 ára, reist af Þorsteini Daníelssyni á
Skipalóni, en ekki er vitað hvern endi það mál fær. Eru skiptar skoð-
anir meðal heimamanna á þessum málum; vilja sumir sameina sókn-
irnar og reisa eina kirkju í stað hinna þriggja gömlu kirkna í Eyja-
firði fram, á Hólum, í Saurbæ og á Möðruvöllum. Má vera, að það
verði ofaná en allar eru þessar gömlu kirkjur mjög mei’kar og Saur-
bæjarkirkja hefur lengi verið á fomleifaskrá.
I ferðinni var einnig kannaður gamli bærinn á Hólum í Eyja-
firði og kirkjan, en bærinn er afar merkur og þarf að sjá til varðveislu
hans.
Þjóðminjavörður fór til Vopnafjarðar í maí ásamt Sigurði ör-
lygssyni listmálara til að athuga gömlu verslunarhúsin þar. Tvö
standa nú eftir 0g munu bæði frá því á fyrra hluta síðustu aldar.
Mjög er nú kreppt að húsum þessum og vegna fyrirhugaðra ný-
bygginga þarf að fjarlægja þau. Húsin standa á aðalathafnasvæði
þorpsins, þar sem nýlega hafa verið byggð verslunarhús og frysti-
hús, og þessi hús þarf að stækka að mun og gömlu húsin að fara.
Ekki virðist unnt að flytja húsin í annan stað í þorpinu, þar sem
staður er enginn til fyrir þau og því virðist ekki annað til ráða en að
flytja þau enn lengra eða eyðileggja að öðrum kosti. Var helst í
ráði að Þjóðminjasafnið keypti húsin og léti taka þau niður og end-
urreisa á safnsvæðinu í Árbæ í Reykjavík, og var fengið til þess
samþykki menntamálaráðuneytisins og borgarráðs auk safnstjórnar
Árbæjarsafns. Er rétt að taka fram að Hjörleifur Guttormsson, for-
maður Safnastofnunar Austurlands, gerði úrslitakönnun á því hvort
unnt væri að endurreisa húsin á öðrum stað á Vopnafirði en svo
reyndist ekki. Sigurður örlygsson mældi upp stærra húsið að nokkru
leyti en ekki tókst honum að ljúka því.
I maí fóru þjóðminjavörður, Þorkell Grímsson safnvörður og
Bjarni Ólafsson trésmíðameistari að Vogi á Mýrum að athuga um
gamla húsið þar, amtmannshúsið frá Stapa sem reist var um 1820
og flutt að Vogi um 1850. Húsið er nú mög illa farið, orðið fúið og
niðurnítt, enda hefur Vogur verið lengi í eyði. Ekki er útséð hvort
hægt verður að bjarga þessu húsi.
Þjóðminjavörður ferðaðist um Vesturland og Vestfirði í júlí til
könnunar og athugunar á ýmsum stöðum. Var þá meðal annars
Norska húsið í Stykkishólmi skoðað, kirkjan að Skarði á Skarðs-
strönd og nokkrir gamlir breiðfirskir bátar sem halda þarf tii haga.
Á Þingeyri var rætt við sveitarstjórann um þingbúðarústirnar, sem
11