Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 53
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
59
Þó að Garpsdalskrossinn sé á margan hátt ólíkur Álftamýrar-
krossinum er þeim það sameiginlegt að Kristsmyndin og kross-
fjölin eru á báðum skorin í einu lagi úr sama kubbnum. Að öðru
leyti skal vísað til lýsingar Kristjáns Eldjárns í tilvitnaðri grein og
tveggja mynda sem henni fylgja. Kristján hefur þar eftir Matthíasi
Þórðarsyni að Kristsmynd þessi sé „ólánlega" skorin og „helst í
gotneskum stíl“. Verður ekki varist þeirri hugsun að Matthías hafi
bæði hér og í ummælum sínum um Álftamýrarkrossinn verið nokkuð
kröfuharður um raunsæi og slétta áferð, þegar ólærðir útskurðar-
menn eiga í hlut. Um Fannardalskrossinn verður ekki sagt að hann
sé klaufalega gerður. 1 mörgum greinum ber hann þess vott að vel
skurðhagur maður hafi þar verið að verki þó að því verði ekki neitað
að líkamsbygging Kristsmyndarinnar sé stílfærð. Dr. Kristján synjar
að vísu ekki fyrir að hlutföll líkamans á mynd Garpsdalskrossins séu
„eftirtakanlega röng“. Eigi að síður lætur hann verkið njóta viður-
kenningar: „En myndin er samt gerð af nógu mikilli leikni til þess
að verða talin allgott tréskurðarverk, og heildarsvipurinn er sterkur".
Að mínum dómi er verk þetta að ýmsu leyti frumstæðara en Fannar-
dalskrossinn, hvort sem litið er á heildarsvip eða einstök atriði, svo
sem hár og skegg eða fellingar lendaklæðisins, sem á Fannardals-
krossi ber allt vott um meiri hagleik. Höfuðsveigurinn (þyrnikórón-
an) og staða handleggjanna er fornlegri á Fannardalskrossi en Garps-
dalskrossi sem mér finnst einnig í heild unglegri nema helst ef litið
er til höfuðburðar myndanna. Að sögn dr. Kristjáns er vant að
kveða á um aldur Garpsdalskrossins en hann telur þó trúlegt að
„myndin gæti verið frá um 1600 eða fyrri hluta 17. aldar“.
Eftirtektarvert er að dr. Kristján færír að því gild rök með
stuðningi af vísitasíum frá 17. öld að Kristsmyndin í Garpsdals-
kirkju hafi upphaflega verið hluti af altaristöflu. Eftir því að dæma
virðast fornar altarisbríkur í Álftamýrarkirkju og Garpsdalskirkju
hafa sætt svipuðum örlögum.
Einhver kynni að spyrja til hvers væri verið að bera krossa úr
kirkjum vestan af landi saman við róðukross sem lengst af hefur
verið geymdur í baðstofu á afskekktum bæ í Austfjörðum. Helst er
því þá til að svara að á Álftamýri og í Garpsdal hafa vafalaust alltaf
verið litlar kirkjur vegna fólksfæðar á þeim slóðum, enda þótt prests-
setur væri lengi á báðum þessum stöðum. Hér að framan (bls. 11)
íslenska fornleifafélag's 1966, bls. 123—126 (4. grein í Tíu smágreinum, bls.
113—138).