Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 100
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bæjum í Eyjafirði „sem sjaldgæfar fornminjar. Þetta voru tvær
stoðir, sem stóðu sín hvoru megin bæj ardyranna, og vitum við ehki
til, að þess konar súlur séu notaðar nokkurs staðar annars staðar á Is-
landi. Þær mjókkuðu upp og stóðu nálægt þremur álnum upp úr
þakinu. Efst á þeim er skorinn hnappur eða fornt þurshöfuð."1
Eggert Ólafsson höfundur ferðabókarinnar bar ennfremur fram
eftirfarandi gagnrýni: „Tvennt er þó við súlur þessar að athuga. I
fyrsta lagi voru þær alls ekki fornar, heldur endumýjaðar af nú-
verandi eiganda eftir gamalli fyrirmynd. 1 öðru lagi, ef litið er á
nafnið, að þar sem súlur þessar draga nafn af öndveginu eða há-
sætinu í stofunni, þá ættu þær að standa þar til beggja hliða og ná
upp í gegnum þakið, svo að gestur, sem að garði ber, gæti þegar í
stað vitað utan frá hvar öndvegið væri eða hvar húsbóndann væri
að hitta. Mest þótti í það varið, að súlurnar væru sem hæstar.“2
Eftir því sem næst verður komist um innansmíð húsa frá vík-
ingaöld ætti öndvegissúla að vera einn af innstöfum hins forna þrí-
skipaða langhúss, eldaskálans, og standa þarafleiðandi undir öðrum
hvorum hliðásnum. Ekkert í fornum frásögnum styður þá kynlegu
hugdettu Eggerts að öndvegissúlur hafi gengið uppúr þekjunni.
Ótrúlegt er að forfeður okkar hafi lagt slík djásn, sem öndvegissúlur
hafa verið í þeirra augum, í klærnar á veðurguðunum. Skýi’ing Egg-
erts hlýtur að vera sprottin af því að hann sér öndvegissúlurnar
teygja sig upp fyrir bæjardyraþekjuna á viðkomandi bæjum. Hann
segir ennfremur að súlur þessar beri nafn af öndveginu í stofunni.
Þetta tel ég einnig hæpna skýringu. Sú vitneskja, sem handbær er
um gerð og uppbyggingu hinnar fornu stofu, sýnir að innstafi er
þar ekki að finna. Flest bendir og til þess að stofan komist ekki í
tísku hérlendis fyrr en upp úr kristni, en öndvegissúlur hafa menn
hingað til tengt heiðnum sið. Orðið súla kemur allvíða fyrir í úttekt-
um á 17. öld í merkingunni innstoð í ásahúsi,3 reyndar eingöngu í
fjósum og hlöðum, en er greinilega á undanhaldi fyrir öðrum orðum.
Uppbygging hins þrískipta langhúss víkingaaldar má í stórum
dráttum marka af grindarsmíð þeirri er enn sést á fjósum og hlöðum
víða um land (sjá 1. mynd). Það kemur ennfremur fram í fornum
sögum að öndvegið hafi verið fyrir miðjum langvegg.4 Öndvegis-
súlur ættu þá að hafa verið súlur þær er stóðu hvor sínu megin
miðstafgólfs eldaskálans eins og Valtýr Guðmundsson hefur sýnt á
mynd sem alþekkt er (sjá 2. mynd). Þetta er auðvitað engan veginn
víst og þyrfti miklu ítarlegri rannsóknar við en hér er unnt að gera,
enda var það reyndar aldrei ætlunin. Hugsanlegt er einnig að önd-