Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 139

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 139
VARÐA SVBINS PÁLSSONAR í KVÍSKERJAFJÖLLUM 145 hálfan annan kílómetra norðvestur af Hnútu; mun vera um 780 m yfir sjó. Þess er að gæta að jökullinn hefur fyrrum náð miklum mun hærra upp eftir höfðanum sem þá hefur því verið réttnefndur hóll eins og hann raunar er að framanverðu og vestan eins og á dögum Sveins. Enda mun það fyrst á þessari öld að hæð þessi lítur út sem höfði þeim megin sem að jöklinum veit. Er því lýsing Sveins á jökul- stöðunni þarna mjög eftirtektarverð og mun enn í dag hægt að átta sig á henni eins og hún var 1794, eftir lýsingu hans og ummerkjum á staðnum. Um það bil þar sem hæst ber á þessum stað er allstór steinn og á honum vörðubrot. Hefur það verið þar í minni elstu manna, þeirra er ég man. Hins vegar munu menn ekki, t. a. m. ábúendur á Kví- skerjum um aldamótin síðustu, hafa talið sig vita með vissu uppruna vörðunnar þótt þeim væri kunnugt um för Sveins á Öræfajökul og að hann hafi hlaðið vörðu einhvers staðar efst í Kvískerjafjöllum og lagt þar í pening. (Gæti sú vitneskja ef til vill hafa verið komin frá Þorvaldi Thoroddsen er hann var á ferð um Austur-Skaftafellssýslu 1894). En leið hans á jökulinn vissu þeir ekki nákvæmlega þar sem lýsing Sveins var þá almennt ekki tiltæk. Það var því ekki fyrr en alllöngu síðar, er lýsing Sveins á leiðinni hafði verið gerð kunn, að ljóst lá fyrir hvernig varða þessi var til komin. Gengu þá menn á Öræfajökul frá Kvískerjum — 1940, um miðjan júlí — og höfðu jafnframt í huga lýsingu Sveins á leið hans á jökulinn, en henni hafði Jón Eyþórsson lýst í aðalatriðum sama ár í útvarpserindi. Vakti það sérstaka athygli þeirra hve staðhættir þarna, þar sem vörðubrotið er, voru líkir og lýsing Sveins. Hefur það og komið enn betur í Ijós við nánari athugun og mun þar raunar enginn vafi á, jafnvel þótt ekki kæmi fleira til sem þegar skal vikið að. Síðan gerðist það haustið 1965 er komið var þarna að vörðunni að því var veitt athygli sem ekki hafði verið tekið eftir áður að í stein- inn, sem varðan stendur á, er höggvinn bókstafurinn P. Mun mega telja vafalaust að það sé fangamark Sveins þótt ekki hafi verið tekið eftir því fyrr. Bæði er að fremur hefur verið fáförult á þessar slóðir og ber lítið á stafnum í fljótu bragði, — til þess að víst sé að þeir sem ekki vita um hann taki eftir honum, þarf birtan sennilega helst að vera með sérstökum hætti — en stafurinn sést þó skýrt er maður veit af honum. Vera má einnig að ofviðri mikið, sem gerði veturinn áður, hafi rifið skófir af steininum og stafurinn því ef til vill sést betur. Lítilsháttar skóf sést þó í farinu; einnig vottar fyrir stafnum 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.