Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 59
HRINGARÍKISÚTS KURÐUR FRÁ GAULVERJABÆ
65
Framhliðin er þakin skurðverki en bakhliðin er slétt, að vísu
nokkuð urin ofantil, en greinilega hefur enginn skurður verið á bak-
hliðinni, aðeins sjást tvö fíngerð hnífsbrögð eða rispur nær neðst.
Skrautverkið á framhlið fjalarinnar er það sem gefur henni gildi,
enda mundi henni hafa verið veitt lítil athygli, hefði það ekki komið
til.
Fjölin hefur verið slétt á framhlið einnig áður en skorið var á hana.
Neðstu 7 sentimetrarnir hafa verið látnir óskornir en síðan taka við
tveir undnir teinungsendar sem ganga upp eftir fjölinni og smá-
breikka, ganga út í eins konar hækil, en síðan heldur annar áfram
út úr fjölinni, kemur svo inn í hana aftur og sameinast hinum fyrri
og stærri ofan við hækilinn. Hann breikkar síðan enn meir og gengur
út úr fjölinni en þar kemur skáhallt neðan frá leggur sem breikkar
upp eftir til hægri og gengur út úr fjölinni á brotkantinum en þar
hefur hann skipst í tvennt. Vinstri hlutinn kemur inn í f jölina aftur
og hefur fjölin í rauninni klofnað í brún hans og svo skiptist hann enn
á ný. Gengur annar hlutinn niður á við og út úr fjölinni en hinn
upp á við, myndar eins konar hækil með pokalaga laufi en endinn
hefur síðan gengið út á enda fjalarinnar sem nú er brotinn af.
Hægri hlutinn af breiða stofninum, sem gekk skáhallt upp til
hægri yfir fjölina, hefur allur legið utan hennar; þó virðist sprota-
endi, sem kemur inn á fjölina hægi’a megin nokkru neðar, annað-
hvort hafa tilheyrt þessum hluta eða þá að hann er endi af vinstri
anganum sem fór einnig út úr fjölinni. Ofan við breiða stofninn
er einnig sprotaendi sem endar neðan við hringlaga úrtakið.
Neðst á fjölinni til vinstri, skammt frá undnu blöðunum tveimur,
er hluti af vafningi, nær hringlaga, en hann er aðeins á litlum hluta
á fjölinni sjálfri. Ofan við hann virðist vera höggvið þversum úr
fjölinni milli tveggja skorinna strika en ekki er að sjá að það til-
heyri hinu eiginlega munstri.
Á blöðunum við „hæklana“ eru strik þversum yfir þau, þrjú strik
á tveimur hinum neðstu svo og því sem er ofanvert við miðja fjöl
en tvö bönd á þremur stöðum á efstu greininni, bæði þar sem hún
kemur inn á fjölina og gengur upp úr henni.
Sumstaðar eru útlínurnar tvöfaldar á skrautverkinu og eru 0,8—
1,2 sm á milli þeirra. Helst eru tvöfaldar útlínur á stærri endablöð-
unum en á hinum minni er í staðinn ein miðlína og sama er að segja
um stofnana. Á hinum breiðari eru tvöfaldar útlínur en ein miðlína á
hinum grennri.
Þessar fléttur ganga oftlega á misvíxl og fara hver yfir og undir