Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 47
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL 58 en það er afar sjaldgæft að saga, sem brestur alla tímasetningu, sem er undirstöðuatriði í allri sannfræði, sé í þeim flokki sagna. Enginn efast vitaskuld lengur um að tröllin séu af heimi skáld- skapar. En hvers vegna ekki krossrekinn líka ? Ef svo veglegan kross hefði borið á fjörur í Norðfirði, hvort heldur sem var í fjarðarbotni eða úti í Krossfjöru, var Fannardalur ólíklegasti staðurinn í öllum Norðfirði til þess að veita krossinum viðtöku, blátt áfram af því að hann liggur fjærst sjó allra bæja í byggðarlaginu og átti engin rekahlunnindi. Að vísu segir í jarðamatinu frá 1804 að Fannardals- bændur stundi sjó þó að þeir hafi til þess óhæga aðstöðu vegna fjarlægðar. Vitaskuld mætti hugsa sér þá heppni að bóndi fyndi róðu- kross á reki í sjóróðri. Að öðrum kosti yrði að skýra flutning kross- ins inn í Fannardal með því að tröllagangur í dalnum hefði keyrt svo úr hófi að rekabændur, sem vanir voru að halda um sitt, hefðu tekið sig til og skenkt Fannardalsbónda krossinn til varnar í nauðum. Hvort tveggja er þó of reyfaralegt — eða of skáldlegt, ef menn vilja heldur komast svo að orði — til að vera söguleg staðreynd. Lang- eðlilegast er að hugsa sér að tröllagangurinn og krossrekinn sé hvort tveggja hreinn skáldskapur frá upphafi. 1 sögunni speglast sú tvíhyggja sem gagnsýrir mörg trúarbrögð og algeng er í íslenskum þjóðsögum: 111 öfl og góð togast á í tilverunni, jafnt í litlum dal sem í alheimi. Trúin á sigur hins góða í válegum heimi er aðeins fram- hald þeirrar trúar á eigin gæfu, sem hverjum heilbrigðum manni er í blóð borin og gerir honum fært að lifa lífinu þegar í nauðir rekur. Sagan um uppruna Fannardalskrossins missir heldur engan veginn gildi sitt þó að hún sé dæmd úr leik sem sagnfræðileg heimild. Hún er listaverk og talar sínu táknmáli á sama hátt og krossmarkið sjálft. Það má taka undir með Grími Thomsen, þar sem hann yrkir um „reynslu ríkið“ og „veröld hugarburðar“: Tveir eru heimar harla ólíkir, hafa þó báðir satt að geyma.80 Fyrst sagnfræðilegar heimildir þrýtur á fræðimaður ekki annars kost en leiða líkur að uppruna krossins af ytri gerð og einkennum hans, eftir því sem þekking og hugkvæmni endist til. Á það atriði hefur verið drepið nokkuð hér að framan og betur verður vikið að því áður en skilist er við ritgerð þessa. 80 Rímur af Búa Andrlössyni og Friöi Dofradóttur, Reykjavík 1906, inngangur bls. 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.