Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 74
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Af pappírum P. G. Thorsens er ljóst að Finnur hefur haldið Flóka-
steinshugmynd Jónasar að fleiri vinum sínum í Höfn. Hefur Thorsen
skrifað á minnismiða hjá sér eftirfarandi: „En Sten siges at være
fundet paa Isl. 1841 om landnám.“íl
Árni Helgason í Görðum er hinn næsti sem getur Hvaleyrarrista
Segist hann í lýsingu sinni á Garðaprestakalli 1842 hafa skoðað þær;
„mörg nöfn gat ég þar lesið, sem voru alþekkt nöfn danskra og þýzkra,
og eru þessi nöfn líklega skrifuð þar af sjómönnum framandi þjóða,
helzt meðan kaupstaðurinn var þeim megin við fjörðinn ..............;
sumstaðar er hvað skrifað ofan í annað. Mögulegt er að þeir sem
betur eru læsir geti þar fundið rúnir.“12 Hér er orðrómurinn um
farmannaristur kominn enn á ný enda skammt milli lýsinga. Lík-
legt er að beint eða óbeint samband sé milli lýsinga þeirra Árna og
Jónasar.
Magnús Grímsson var nemandi í Bessastaðaskóla árið 1845. Var
þá þegar farinn að vakna með honum áhugi á forn- og þjóðfræði og
„dirfist" hann í febrúar sama ár til að skrifa Finni Magnússyni og
spyrjast fyrir um rúnir.13 Var það upphaf nokkurra bréfaskipta.
Síðar á sama ári skrifar Magnús Finni aftur og segir þar m. a.: „Á
Hvaleyri við Hafnarfjörð er steinn mikill sem Jónas sál. kvað hafa
skoðað. Á honum eru bandrúnir margar, og hef ég tíðum reynt mig
á að lesa úr þeim.“ Enn segir Magnús: „sýnist mér ei ólíkt að
hér væru nöfn Herjólfs og Þórólfs smjörs, sem getið er í Landn.
3. kap......Af því ég efast ei um að þér hafið eptirrit, uppdrátt og
nákvæma lýsingu steins þessa, sem í mörgu er merkilegur, þá gef
ég ei um að skýra betur frá honum .. ,“14 Ári síðar segir Magnús
í bréfi til Finns: „Ekki hefi ég enn getað skoðað Hvaleyrarsteininn
nákvæmar, en ég ætla samt að gjöra það.“15
Af skrifum Magnúsar er ljóst að honum hefur verið mæta vel
kunnugt um rannsókn Jónasar Hallgrímssonar á ristunum, svo vel
11 Ny kgl. Saml. 3296, 4to, kapsel 9, miði þessi er lítill, aðeins 10X4 sm að
stærð.
12 Landnám Ingólfs III (1937—39) bls. 218.
13 Rigsarkivet, Finn Magnussens arkiv, Breve fra Islændere A 3, Magnús
Grímsson til Finns, 27. 2. 1845.
14 Rigsarkivet, Finn Magnussens ai’kiv, Breve fra Islændere A 3, Magnús
Grímsson til Finns, 28. 8. 1845.
15 Rigsarkivet, Finn Magnussens arkiv, Breve fra Islændere A 3, Magnús
Grímsson til Finns, 28. 2. 1846. Ekki minnist Magnús á Hvaleyrarstein
í bréfi til Finns, 28. 6. 1847, sem geymt er í Ny kgl. Saml. 3296, 4to,
kapsel 9.