Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 84
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gerð sinni að á sautjándu öld sjáist enn almennt rúnaletur á inn-
siglum, .. og má finna þetta framyfir miðja öld, einkum meðan
hángandi innsigli finnast fyrir bréfunum. Þareptir komu innsigli
með latínsku bandaletri (sem nú er kallað allianceletur) með upp-
hafsstöfum nafnanna (t. d. „S. M. S.“ bundið á tvo vegu fyrir Skúla
Magnússon). Á átjándu öld er þetta venjulegast, og mun ekki víða
finnast rúnaletur á innsiglum. Nú á þessum tímum er það og sjald-
gæft, en menn hafa full nöfn sín með latínustöfum."38
Ekki eru eiginleg búmerki skilgreinanleg sem skjaldarmerkjalegs
eðlis (heraldísk), því að þau eru gerð úr einföldum strikum og þess
vegna ekki unnt að gera úr þeim skjaldarmerkjalegar myndir sem
samanstanda af lituðum flötum. Hins vegar mun ýmist að þau séu
bundnar rúnir eða hreinlega merki sem ekki er unnt að leysa upp í
letur.39
Víkjum nú að Hvaleyrarristum. Á elstu tímasettu ristunum, þ. e.
þeim: sem ártölin 1653 og 1657 klofna um, má sjá að þær eru harla
líkar búmerkjum. Þegar komið er „framyfir miðja öld“ tekur við
„allianceletur“, oft með endastafnum S. sem sennilega táknar -son.40
Ekki hafa þó allar tímasettar latínustafasamstæður endastafinn S.
Er af þeirri ástæðu ef til vill unnt að leggja nokkurn trúnað á þá
sögn, sem Jónas Hallgrímsson tilfærir, að útlenskir menn hafi
klappað sum merkjanna í steinana. Hins vegar kemur þessi þróun,
breytingin úr búmerki í allianceletur, nokkuð vel heim við ætlan
Jóns Sigurðssonar. Þó ber að hafa í huga að Hvaleyrarristur eru
ekki nógu stórt safn fangamarka til þess að þetta sé almennt óyggj-
andi.
Mörg teikna hæsta steinsins eru ótímasett og hafa á sér ósvikinn
blæ búmerkja. Bæði Jónas Hallgrímsson og Sigurður Skúlason álitu
þau eldri en latínustafina eins og rakið er að framan. Það er að vísu
rétt að yngsta tímasetta latínustafasamstæðan (LMB 1781) og eitt
þessara marka skerast. Af því er þó erfitt að segja hvort muni eldra
eða yngra, en með hliðsjón af tímasettum mörkum steinsins virðist
álit þeirra Jónasar og Sigurðar líklegt til að vera rétt.
Má nú draga saman. Ártöl ristanna á steinunum frammi á Hval-
eyrarhöfða eru sennilega ófölsuð; til þess bendir afstaða þeirra
38 JS. 496, 4to.
39 C. G. U. Scheffer (1957) og Hallvard Trætteberg (1957).
40 „AIlianceletur“ mun einnig hafa tíðkast á Norðurlöndum, sjá t. d. Mats
Rehnberg (1938) bls. 550, Fredrik B. Wallem (1903) bls. 297. Endastafur
kvennanafna var auðvitað D., -dóttir.