Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 11
Róðukrossinn í fannardal
17
Rétt er að taka það hér fram að orðið crucifix merkir róðukross
(lat. crucifixum, sem samkvæmt orðsins hljóðan merkir krossfest-
mgarmynd) og orðið lýsi notar séra Benedikt í sinni upprunalegu
merkingu, þ. e. ljósmeti.
UppboÖ í Fannardal.
Nægar heimildir eru til um það að krossinn var í Fannardal til
ársins 1895. Snemma á því ári, eða nánar tiltekið 1. mars, andaðist
Helga Marteinsdóttir sem um skeið hafði verið búandi ekkja í Fann-
ardal. I sóknarmannatali er hennar getið þar fyrst í vinnumennsku
árið 1874 hjá bóndanum Guðmundi Magnússyni og konu hans. Þá
virðist Helga hafa verið þar aðeins vistarárið 1874—1875 en aftur
kemur hún í vinnumennsku árið 1878 til Guðmundar sem þá er orðinn
ekkjumaður, verður síðan ráðskona hans og gengur svo að eiga hann
28. júní 1880. Helga var fædd í Sandvíkurparti 19. maí árið 1852,
dóttir hjónanna Marteins Magnússonar og Málmfríðar Jónsdóttur.
Guðmundur Magnússon var miklu eldri en Helga, fæddur á Kirkju-
bóli í Norðfirði 26. nóvember 1829. Foreldrar hans voru hjónin
Magnús Guðmundsson og Björg Magnúsdóttir sem áður hafði verið
seinni kona Vilhjálms bónda Árnasonar á Kirkjubóli í Norðfirði.
Árið 1859 fór Guðmundur að búa í Fannardal með bústýru, Sigur-
björgu Sigfúsdóttur, sem hann gekk að eiga 2. nóvember 1860. Sigur-
björg var fædd á Tandrastöðum 19. nóvember 1838, dóttir hjónanna
Sigfúsar Vilhjálmssonar (á Kirkjubóli Árnasonar, af fyrra hjóna-
bandi Vilhjálms) og Ingibjargar Skúladóttur (í Sandvík Skúlasonar).
Sigurbjörg dó á jóladag 1876 en Guðmundur 21. mars 1887, bæði í
Fannardal.
Um Guðmund Magnússon segir í Ættum Austfirðinga (nr. 7246):
„Guðmundur Magnússon, gáfumaður og myndarmaður, bjó í Fannar-
dal og keypti hann, byrjaði búskap bláfátækur en var vel efnaður
þegar hann dó“. Guðmundur Stefánsson, sem kenndur er við Laufás
í Neskaupstað, segir í endurminningum sínum að Guðmundur í
Fannardal hafi verið „vel efnum búinn.“26 Við fráfall hans nam
2G Lbs. 2795, 4to, bls. 100. Guðmundur Stefánsson var fæddur á Hólum í
Norðfirði 1. september 1873, var látinn heita í höfuðið á Guðmundi Magnús-
syni (sama handrit, bls. 8), en dó í Reykjavík 18. ágúst 1959. Handrit
Guðmundar er undirritað 21. júní 1941, og virðist hann ljúka við að rita
endurminningar sínar þá.
2