Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 144
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
g'etur í Noreg’i verið komið af hæstur (efsta stig af hár) og spurning
hvort slíkt getur ekki einnig verið hér. Brún Hvassafells í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði er kölluð Hestur, þar sem það er hæst. Hér á
landi eru einnig örnefnin Molduxi, Göltur og Bokki nöfn á fjöllum.
Afleiðsluendingar eins og -ing í Hovringen eiga sér hliðstæðu í
nöfnum eins og Glettingur og Skælingar hérlendis. Endingin -ald(e)
er algeng í Noregi, t. d. Aralden, Batalden og Varalden, og er hér
á landi a. m. k. eitt örnefni með því viðskeyti, Gripaldi í Reyðarfirði.
1 kaflanum um búsetunöfn skiptir höf. eins og venj a er í uppruna-
leg nöfn og afleidd nöfn. Upprunaleg bæjanöfn telur hann nöfn eins
og Seim (af Sæheimr), Brynjulsrud og Gommerud (af Gummi),
Gfstgárden (Efstigarður), Melgarden (Meðalgarður) og Bestun
(Bessatúnir). Afleidd nöfn eru þá bæjanöfn sem dregin eru af
náttúrunöfnum, s. s. Slettvoll, Sollia, Nybergsund, og ósamsett eins
og Li, Vang, Voll, Sund og Ás. Um „staða“-nöfnin segir hann að ,,i
alle fall dei yngre vikingtidsnamna i denne gruppa, dei som er sam-
ansatte med personnamn, t. d. mange av dei islandske, bor være
primære bustadnamn: Bessastaðir (Island), Knutstad og Alstad <
Qlvisstaðir“ (90). Hann heldur því einnig fram um þennan orðlið
að hann hafi fengið hlutverk viðskeytis, t. d. í mörgum íslenskum
bæjanöfnum, og þar merki orðið aðeins „stad, omráde“, og má það
til sanns vegar færa.
Höf. segir um -torp að nafnliðurinn sé ekki til á íslandi en „rett
nok eitt usamansett Þorp“ (117). Hér á hann líklega við bæjarnafnið
Þorpar í Kirkj ubólshreppi í Strandasýslu. Hann telur sennilegt að
merkingin hafi upphaflega verið „einstaka gard“. Spurningin er
hvort merkingin „bersvæði, grýtt hæð“ (eins og í Hávamálum) er
ekki líklegri í þessu bæjarnafni, en landslag bendir til þess. Sagt er
í ömefnalýsingu „að landslag sé þar svipað og á bænum Smáhömrum
í sömu sveit, en „þar er grýtt mjög og gróðurlítið umhverfis“. Hins-
vegar kemur orðið þorp fyrir í samsetningum hér í merkingunni
„bæjaþyrping". Bæði dæmin eru af Suðurlandi, Bæjaþorp í ölfusi
og Hörgslandsþorp á Síðu.
Um sel-nöfnin gerir höf. þá réttmætu athugasemd að mállýsku-
samband hafi verið milli Dalanna í Noregi og Islands, en orðið sel
er einmitt notað fyrir seter í Guðbrandsdal á Valdresi og Þelamörk
og á Vesturlandinu, sbr. það sem sagt var um lok og á hér að framan.
Hér er einmitt vakið máls á atriði sem rannsóknar þarf við, sambandi
norskra og íslenskra örnefnaliða. Til þessa hefur mest verið fjallað
um einstök örnefni í slíkum samanburði, en sá samanburður nær í