Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 144

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 144
150 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS g'etur í Noreg’i verið komið af hæstur (efsta stig af hár) og spurning hvort slíkt getur ekki einnig verið hér. Brún Hvassafells í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði er kölluð Hestur, þar sem það er hæst. Hér á landi eru einnig örnefnin Molduxi, Göltur og Bokki nöfn á fjöllum. Afleiðsluendingar eins og -ing í Hovringen eiga sér hliðstæðu í nöfnum eins og Glettingur og Skælingar hérlendis. Endingin -ald(e) er algeng í Noregi, t. d. Aralden, Batalden og Varalden, og er hér á landi a. m. k. eitt örnefni með því viðskeyti, Gripaldi í Reyðarfirði. 1 kaflanum um búsetunöfn skiptir höf. eins og venj a er í uppruna- leg nöfn og afleidd nöfn. Upprunaleg bæjanöfn telur hann nöfn eins og Seim (af Sæheimr), Brynjulsrud og Gommerud (af Gummi), Gfstgárden (Efstigarður), Melgarden (Meðalgarður) og Bestun (Bessatúnir). Afleidd nöfn eru þá bæjanöfn sem dregin eru af náttúrunöfnum, s. s. Slettvoll, Sollia, Nybergsund, og ósamsett eins og Li, Vang, Voll, Sund og Ás. Um „staða“-nöfnin segir hann að ,,i alle fall dei yngre vikingtidsnamna i denne gruppa, dei som er sam- ansatte med personnamn, t. d. mange av dei islandske, bor være primære bustadnamn: Bessastaðir (Island), Knutstad og Alstad < Qlvisstaðir“ (90). Hann heldur því einnig fram um þennan orðlið að hann hafi fengið hlutverk viðskeytis, t. d. í mörgum íslenskum bæjanöfnum, og þar merki orðið aðeins „stad, omráde“, og má það til sanns vegar færa. Höf. segir um -torp að nafnliðurinn sé ekki til á íslandi en „rett nok eitt usamansett Þorp“ (117). Hér á hann líklega við bæjarnafnið Þorpar í Kirkj ubólshreppi í Strandasýslu. Hann telur sennilegt að merkingin hafi upphaflega verið „einstaka gard“. Spurningin er hvort merkingin „bersvæði, grýtt hæð“ (eins og í Hávamálum) er ekki líklegri í þessu bæjarnafni, en landslag bendir til þess. Sagt er í ömefnalýsingu „að landslag sé þar svipað og á bænum Smáhömrum í sömu sveit, en „þar er grýtt mjög og gróðurlítið umhverfis“. Hins- vegar kemur orðið þorp fyrir í samsetningum hér í merkingunni „bæjaþyrping". Bæði dæmin eru af Suðurlandi, Bæjaþorp í ölfusi og Hörgslandsþorp á Síðu. Um sel-nöfnin gerir höf. þá réttmætu athugasemd að mállýsku- samband hafi verið milli Dalanna í Noregi og Islands, en orðið sel er einmitt notað fyrir seter í Guðbrandsdal á Valdresi og Þelamörk og á Vesturlandinu, sbr. það sem sagt var um lok og á hér að framan. Hér er einmitt vakið máls á atriði sem rannsóknar þarf við, sambandi norskra og íslenskra örnefnaliða. Til þessa hefur mest verið fjallað um einstök örnefni í slíkum samanburði, en sá samanburður nær í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.