Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 140
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
á mynd frá 1940. Þar með má telja útilokað að einhverjir aðrir, t. a. m.
útlendingar, kynnu að hafa höggvið stafinn.1
1 sinni núverandi mynd er varðan rúmlega hálfan metra á hæð,
nærri einn metra í þvermál neðst. Hlaðin að mestu úr hnullungs-
grjóti en þó að nokkru úr helluklumpum neðst. Hellubrot eru við
steininn sem varðan stendur á og gætu hæglega einhver þeirra hafa
verið úr vörðunni og lausir hnullungar voru við vörðuna um það
leyti sem menn fóru að gefa henni gaum í sambandi við jökulgöngu
Sveins. Höfðu þeir auðsjáanlega hrunið úr vörðunni. — Ekki er
vitað til að peningurinn, sem Sveinn minnist á, hafi fundist; enda
naumast líklegt.
Eins og varðan er nú er efsti hluti hennar ekki allskostar í þeirri
mynd sem vörðubrotið var lengi vel; hefur verið gerð upp ekki alls
fyrir löngu en mun litlu hærri en vörðubrotið var.
Varðan stendur á allstórum steini, nærri mannhæðarháum. Hann
er óreglulega fimmhymdur, ávalur að norðanverðu en með skörpum
brúnum á hinar hliðamar. Dálítill flötur efst, þar sem varðan
stendur.
Bókstafurinn er höggvinn í sléttan hallandi flöt ofantil á suðurhlið
steinsins. Stafurinn er um 12 sm á hæð, um 4,5 sm á breidd. Hæð
frá jörðu að neðri enda stafsins hér um bil 1,10 m. Handbragðið eftir
ástæðum hreinlegt og skýrt.
Ganga þeirra Sveins á Öræfajökul var afrek á þeirra tíma vísu,
enda munu sambærilegar fjallgöngur þá enn hafa verið fátíðar einnig
erlendis að talið er. Skemmtilegt er að eiga slíkar samtímaminjar
og hér eru fyrir hendi, þótt fábrotnar séu, frá hinni sögufrægu fjall-
göngu; og þeim eigum við það ekki síst að þakka að leið þeirra félaga
á jökulinn mun hægt að rekja með nokkurri nákvæmni.
1 Þess má geta að Sveinn kveðst hafa haft með sér oddhamar er hann gekk á
Öræfajökul. Hann getur þess einnig að hann hafi höggvið P í Guðnastein og
ártalið 1793 er hann gekk á Eyjafjallajökul. 1 Ævisögu Bjarna Pálssonar
getur Sveinn þess að annar fylgdarmanna sinna á ferðum sínum þessi ár
hafi verið Eggert Bjarnason, landlæknis Pálssonar. Að líkindum munu það
raunar fremur hafa verið förunautar Sveins sem hafa hlaðið vörðuna meðan
hann hjó stafinn.