Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 45
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
51
líkön og dýrlingamyndir, og er trúlegt að Fannardalskrossinn hafi
upphaflega verið verndargripur skips og farmanna".
Hér lýkur því, sem Bjarni Þórðarson hefur um Fannardalskross-
inn að segja að sinni, en í næsta tölublaði Austurlands (22. febrúar
1957, bls. 2 og 4) birti Bjarni viðbótargrein um sama efni og nefnist
hún Meira um Fannardalskrossinn. Hefur þá fyrri grein hans vakið
umtal norðfirðinga. M. a. er Bjarna bent á frásögn Jóns Bjarnasonar
á Skorrastað í Æskunni og birtir Bjarni þá í blaði sínu frásögn Jóns
með svofelldum inngangi frá sjálfum sér:
,,Þeir eru ófáir sem komið hafa að máli við mig síðan greinin um
Krossfjöru og Fannardalskrossinn birtist í síðasta blaði. Flestir
hafa þeir þá sögu að segja að þeir hafi heyrt sagt á annan veg frá
samtali tröllskessanna en dr. Björn hermir, og er það ekki nýtt að
mörg afbrigði séu til af sömu þjóðsögunni.
Einn þessara manna benti mér á að Jón Bjarnason á Skorrastað,
en hann var bróðir dr. Björns, hefði einnig skráð þessa sögu og hefði
hún birst í Æskunni 1939. Er þess ekki að dyljast að sú saga sam-
ræmist betur munnmælum hér en saga dr. Björns.
Rétt er að gera þeim bræðrum jafnt undir höfði og tek ég mér því
Bessaleyfi til að birta hér sögu Jóns."
Síðar vitnar Bjarni til formálans í Æskunni, birtir sögu Jóns orð-
rétta, en ræðir ekki frekar sögugerðir þeirra bræðra.
Lýkur hér með að rekja það sem fært hefur verið í letur um Fann-
ardalskrossinn eftir því sem höfundi þessarar ritgerðar er kunnugt
um.
Almennt um sagnamyndunina o. fl.
Óhjákvæmilegt er að gera örfáar athugasemdir við sumt af um-
mælum Bjarna Þórðarsonar og þá um leið þær skoðanir sem almenn-
astar virðast hafa verið meðal norðfirðinga, a. m. k. á síðari tím-
um, um uppruna Fannardalskrossins. Skal fyrst minnst á tilsvarið
„Fauskur er rekinn í fjarðarkjaft“ sem Bjarni virðist hallast að
sem upprunalegu í þjóðsögunni. Ég skal fúslega játa að það er örð-
ugleikum bundið að rökræða um upprunaleg tilsvör í þjóðsögu þegar
ekki liggja fyrir textar frá verulega mismunandi tímum. Einhvern
veginn býður mér þó í grun að tilsvarið „Fauskur er rekinn í f jarðar-
botn“, svo látlaust sem það er með ljóðstöfum sínum, eigi sér gamlar
rætur. (Ég tek fausk hér fram yfir fisk, eins og ég hef gert grein
fyrir á bls. 33.) Ef skoðun mín er rétt hefur sagan í öndverðu ekki