Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 138
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Varða Sveins Pálssonar og fangamark hans P klappað í steininn sem hún er á.
Ljósm.: Flosi Björnsson.
komu ofan af honum aftur. Frásögn hans, sem máli skiptir um þann
stað, er á þessa leið:
„Leið okkar lá fyrst upp eftir allbröttum undirhlíðum. Loks kom-
um við að jökulbrúninni---------og hvíldum okkur þar á dálitlum
hól. Við rætur hólsins eru stöku plöntur af hinu fagra fjallablómi
Ranunculus nivalis [jöklasóley] upp úr einberum aurnum----------.
Loftvogin hafði fallið úr 28' 4á Kvískerjum í 25' IIV2" á hólnum
fyrrnefnda,---------. Jökulbrúnin hafði bersýnilega rekist á hólinn
að ofanverðu og ekið á undan sér dálítilli öldu nærri upp í miðja
brekkuna, en hörfað síðan nokkra faðma aftur á bak.----------Við
héldum áfram upp eftir suðausturhalla jökulsins, þar sem brattinn
var minnstur, fórum fram hjá nokkrum svörtum þursabergsklettum,
sem stóðu upp úr ísnum----------.
[Snerum við]-------sömu leið ofan eftir — —. Komumst svo
allir heilu og höldnu af jöklinum á hólinn áðurnefnda kl. 2 eftir há-
degi. Á hólnum nýnefnda byggðum við vörðu úr grjóti og lögðum
ofan á hana danskan eirpening, svo að þeir, er kynnu að vilja feta
í spor okkar, geti fundið staðinn, þar sem við gengum á jökulinn."
Lýsing Sveins á þessum stað virðist koma að öllu heim við hæð
nokkra eða höfða nærri efst í Kvískerjafjöllum og raunar ekki annan
svo að séð verði. Hefur höfðinn nýlega verið kenndur við þessa sögu-
legu för Sveins Pálssonar og nefndur Sveinshöfði. Hann er tæpan