Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 157
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1973
163
1 þessu sambandi má geta þess, að Margrét Gísladóttir handa-
vinnukennari á Laugarvatni vann fyrir tilstyrk safnsins á viðgerð-
arstofu Statens historiska museum í Stokkhólmi og kynnti sér jafn-
framt viðgerðir textíla eftir því sem unnt var á þeim tíma. Tók hún
með sér til viðgerðar þrjá hluti úr safninu, hluta af rúmábreiðu, hökul
og hluta af hökulkrossi, allt hluti sem þörfnuðust viðgerðar á sér-
fræðilegan hátt, og annaðist hún sjálf viðgerðina undir handleiðslu
sérfræðinga á safninu.
Viðhald gamalla bygginga.
Viðhaldsstörfin voru með svipuðu sniði og hin fyrri ár. Engin
stórvirki voru þó unnin á því sviði á vegum safnsins, aðeins árlegt
viðhald, en stærra átak var gert viðvíkjandi nokkrum öðrum bygg-
ingum sem safnið hefur þó hönd í bagga með.
Nú var tekið til við viðgerð Norska hússins í Stykkishólmi og vann
Hannes Stígsson smiður það verk en Hörður Ágústsson skólastjóri
sagði fyrir um framkvæmdir. Var skipt um jám á þaki hússins,
skorsteinar lagfærðir og hafist handa um að rífa innan úr herbergj-
um á efri hæð til könnunar á því hvernig húsið hefur verið í upp-
hafi. Einnig var rifið kvistherbergi í risi og kvistur tekinn af og er
loftið nú einn geimur eins og verið hafði í upphafi.
Talsverðrar bilunar varð vart í veggjum og þekju Víðimýrar-
kirkju í Skagafirði, en ekkert hefur að ráði þurft að gera að torf-
verki frá því kirkjan var endurgerð 1935. Var gerð bráðabirgða-
aðgerð á torfinu og annaðist Stefán Friðriksson frá Glæsibæ það
verk en hann hlóð upp veggi kirkjunnar og lagði þakið 1935.
Steyptur var grunnur að Sjávarborgarkirkju í Skagafirði úti á
Borginni sjálfri, en ekki tókst að koma kirkjunni þangað á árinu.
Auðkúlukirkja í Húnavatnssýslu er nú fullbúin, aðeins eftir að
ganga frá grindverki utan um kirkjuna. Sómir hún sér með afbrigð-
um vel og vekur athygli allra sem um veginn fara, enda eitt sér-
kennilegasta hús sinnar tegundar.
Hlaðinn var að nýju skemmuveggur í Laufási, syðsti veggur bæj-
arins sem hrunið hafði um vorið, en ekki tókst að fá meira að ráði
gert þar. Er nú svo komið að nærri má segja að neyðarástand ríki um
viðgerðir gömlu bæjanna. Þeir týna tölunni, gömlu mennirnir, sem
kunna raunverulega að vinna torfverk og hlaða steinveggi, og yngri
menn læra eðlilega ekki þetta handverk. Hitt kemur þó ekki síður
til að hörgull er hvarvetna á vinnukrafti, ekki síst til byggingavinnu,