Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 156
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
alltaf kreppir meira og meira að, og reynt að finna lausn þeirra mála.
Sömuleiðis var kannað hið gamla verslunarhús á Flateyri sem er
eign Kaupfélagsins en í ráði er að varðveita það.
I Æðey var skoðað gamalt hús sem sagt er vera byggt úr húsi sem
staðið hafi í Reykjanesi á dögum saltverksins þar. Ekki virðist
húsið þó með gömlu sniði og er líklegra að viðir hins gamla húss hafi
einungis verið notaðir að litlu leyti í þetta hús er það var reist á
síðustu öld.
1 ágúst fór þjóðminjavörður einnig könnunarferð um Norðurland,
að Hólum, Hofsósi, Akureyri og Grenjaðarstað.
Utanfarir safnmanna voru nokkrar. Þjóðminjavörður dvaldist í
Ottawa í Kanada nokkra daga í júní vegna fundar í nefndinni sem
sjá skal um frekari rannsóknir og skipulag við L’Anse aux Meadows
á Nýfundnalandi. Þá var hann boðinn til Stokkhólms til að vera
við 100 ára afmæli Nordiska Museet hinn 24. október. Var það há-
tíðlegt haldið í safninu að viðstöddum mörgum gestum og fulltrúum
frá öðrum söfnum á Norðurlöndum.
1 ferðinni sótti þjóðminjavörður einnig fund um framhaldsmennt-
un forvarða (konservatora) á Norðurlöndum, en í ráði er að koma á
fót námskeiðum í viðgerðum safngripa fyrir viðgerðarmenn í sem
flestum greinum. Hafa námskeið þessi hlotið styrk norræna menning-
armálasjóðsins.
Árni Björnsson safnvörður dvaldist um þriggja mánaða skeið í
Þýskalandi svo sem framar greinir, í boði þarlendra aðila.
Elsa E. Guðjónsson fór til fundar við dr. Mörtu Hoffmann safn-
vörð í Ósló og fil. dr. Agnesi Geijer, fyrrv. safnvörð í Stokkhólmi,
dagana 14.—18. maí 1973, vegna vinnu við norrænt textílorðasafn
sem út kom í Noregi í júní 1974 með styrk frá norræna menningar-
málasjóðnum. Einnig sótti hún aðalfund alþjóðasamtaka textílfræð-
inga (CIETA) sem haldinn var í Abegg-Stiftung Bern í Riggisberg
í Sviss dagana 27. og 28. september sama ár og skoðaði þá jafnframt
textíla og búninga á söfnum í St. Gallen, Chur, Bern, Basel og Ziirich
dagana á undan og eftir (23.—26. og 29.—30. sept.). Vikuna á eftir
dvaldist hún á eigin vegum í Lissabon og skoðaði þá söfn þar í borg
og kynnti sér portúgalska textíla. Þess má geta að 21.—25. ágúst 1972
sótti hún ásamt Gísla Gestssyni fund norrænna íkonógrafa að Bards-
haug nálægt Þrándheimi; í þeirri ferð vann hún við athugun á textíl-
um á söfnum í Ósló, Þrándheimi, Kaupmannahöfn, Helsingfors og
Stokkhólmi, kannaði t. d. hið mikla safn íslenskra textíla og búninga í
Nordiska Museet í Stokkhólmi.