Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 142
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ekki og héldu norskir málfræðingar áfram útgáfunni eftir hans dag.
I inngangsbindi verksins reit Rygh fræðilegt yfirlit um flokkun
búsetunafna, auk þess sem fjallað er um ýmis vandamál norskra
örnefnafræða, s. s. málmyndir, samsett og ósamsett nöfn, hljóð-
fræðilega og merkingarlega þróun, ennfremur tíðni og útbreiðslu
nafnliða. Annars eru í safnverki þessu öll bæja- sókna- og héraða-
nöfn í Noregi, raðað eftir fasteignaskrá. Getið er elstu dæma um
hvert nafn, auk þess sem reynt er að skýra það. Rygh skrifaði einnig
um fjarðanöfn, „Norske Fjordnavne“ 1896, og eftir hans dag var birt
athugun hans á árnöfnum, „Norske Elvenavne" 1904. Hlutur hans
í norskum örnefnarannsóknum er því stórvirki og hafa þar ekki verið
unnin slík eftir hans dag.
Á árunum 1900—1940 ber tvö nöfn hæst, Magnus Olsen og Gustav
Indrebo. Fyrir tilverknað hins fyrrnefnda var Norsk stadnamnarkiv
stofnað 1921, en sá síðarnefndi varð fyrsti forstöðumaður þess safns.
Eftir stofnun þess var farið að safna haganöfnum („namn i marka“),
en söfnun hefur gengið hægt eins og víðar. Við háskólana í Björgvin
og Niðarósi hafa nú verið stofnaðar örnefnadeildir, eftir röð 1948
og 1968. Nefna má þrjár ritgerðir frá síðustu áratugum um þessi
fræði í Noregi: Olav T. Beito: „Norske sæternamn" 1949, Lars Ekre:
„Opplysningar til stadnamn frá Midt-Jotunheimen og tilgrensande
bygder“ 1960 og Per Hovda: „Norske fiskeméd" 1961, en sá síðast-
nefndi er nú í fyrirsvari fyrir Norska örnefnasafnið í Ósló.
I kaflanum um söfnun og skráningu fjallar Ola Stemshaug um
aðferðir þær sem notaðar hafa verið allt frá því um 1920 og þeir Olsen
og Indrebo lögðu grundvöll að. Skráningin felst í því að ritað er í
glósubók með hljóðritun og getið um leið fallmynda og samsetningar-
mynda ef til eru, einnig getið um notkun forsetninga með nöfnum.
Hér bætir höf. við nýrri aðferð við söfnun, þ. e. notkun segulbands-
tækis. Með því er hægt að skrá allar þær upplýsingar sem heimildar-
menn hafa að segja um örnefnið. Síðan er hægt að skrifa eftir bandi
beint á seðla.
I kaflanum um örnefnarannsóknir leggur höf. áherslu á mikil-
vægi sannprófunar á staðnum og hann varar við oftrú á kortum:
„Men det er mykje om á gjera at ein held seg pá jorda, báde i den
eine og andre tydinga, nár ein brukar kartet. Sáleis er det viktig á
analysere sjolve namngjevingssituasjonen, m. a. prove á resonnere
seg fram til lcvar stadene har fátt namn frá. Ein bor da hugse at
lokalitetane vart ikkje betrakta i fugleperspektiv i eldre tid, slik
som nár ein i dag studerer eit kart.“ (43—44)