Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 164
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
Aðalfundur 1978.
Aðalfundur Hins íslenska fornleifafélags 1973 var haldinn í fornaldarsal
Þjóðminjasafnsins hinn 11. desember 1973 og hófst kl. 8,30. — Fundinn sátu
50 manns.
Formaður dr. Jón Steffensen setti fundinn og minntist fyrst þeirra félags-
manna, sem spurst hefur að látist hafi síðan síðasti aðalfundur var haldinn.
Þeir eru:
Björn Pálsson flugmaður, Reykjavík.
Hafliði Helgason prentsmiðjustjóri, Reykjavík.
Halldór Ásgrímsson fyrrv. alþingism., Reykjavík.
Helgi Guðmundsson pípulagningameistari, Reykjavík.
Ingi Gunnlaugsson póstmaður, Reykjavík.
Steingi’ímur J. Þorsteinsson prófessor, Reykjavík.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félaga.
Formaður skýrði frá að 25 nýir félagar hefðu bæst í félagið á árinu og
félagatala væri nú 760. Árbók félagsins fyrir árið 1973 kvað formaður vera í
1. próförk og mundi hún koma út skömmu etftir áramót.
Þessu næst las féhirðir upp reikninga félagsins fyrir árið 1972.
Þá var gengið til stjórnarkosningar. Var stjórn endurkosin, formaður Jón
Steffensen prófessor, skrifari Kristján Eldjárn, féhirðir Gísli Gestsson fyrsti
safnvörður. Sömuleiðis var varastjóm endurkosin, Magnús Már Lárusson vara-
formaður, Þórhallur Vilmundarson varaskrifari, Þór Magnússon varaféhirðir.
Úr fulltrúaráði áttu að ganga dr. Björn Þorsteinsson, Gils Guðmundsson og
Halldór J. Jónsson, en voru allir endurkosnir til aðalfundar 1977. Endur-
kosnir voru og endurskoðendur, Einar Bjarnason prófessor og Theodór B. Líndal
fv. prófessor.
Formaður gaf nú orðið laust og tók þá til máls Valgeir Sigurðsson og lýsti
miklum áhyggjum sínum út af vegalagningu, sem fyrir dyrum stendur nálægt
Hofi í Vopnafirði. Lagði hann áherslu á að athugað yrði hvernig hægt væri
að komast hjá að granda fomminjum sem þarna væru í hættu. Jóh. Gunnar
Ólafsson benti á að rétt væri að talað væri um málið við hreppstjóra, sem síðan
hefði samband við þjóðminjavörð. Gísli Gestsson upplýsti að allar þær forn-
leifar, sem hér væru til umræðu, væru friðlýstar. Væri því sjálfsagt að Vegagerð
ríkisins hagaði sér í samræmi við það, þegar til nefndrar vegalagningar
kemur.