Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
17. mynd: Garðlögn (túngarður) vestan bæjarrústa að „Holti“ (sbr. 18. mynd)
og flóinn þar vestur af. Ljósm. Sig. Þórarinsson.
sjó. Jón Sigurgeirsson, sem gert hefur fyrir mig lauslegan uppdrátt
af þessum og íleiri tóttum, benti mér á að þetta væri líklega sá bær
Holt, sem getið er um í Reykdælasögu og enginn veit önnur deili á.
Þykir mér ekki ósennilegt að svo sé. Rústirnar eru rétt við breitt
mýrarsund (17. mynd), sem er það blautt, að það hefur ekki verið
skógi vaxið á landnámsöld, og engu líkara en að sá sem þama
byggði hafi viljað hafa býli sitt á mörkum skógar og skógarvana
lands. Þarna eru miklar tóttir (18. og 19. mynd), langhúsalegar,
um 20 m á lengd, smiðja þar nærri, með miklu af koli í, og garðlög,
bæði í mýrinni og á þurrlendinu, sem umlykja á að giska 14 ha
svæði. Á 20. mynd er eitt snið úr skála. Auðsætt er að rústirnar eru
miklu eldri en lagið ,,a“ frá um 1470. Efst í eða rétt ofan á þeirri
mold sem virðist eitthvað hreyfð, er vottur af ljósu lagi, og er það
liklegast H 1104, því ö 1362 hefi ég aldrei fundið á þessum slóðum.
Sé svo, bendir það til þess að býli þetta hafi farið í eyði eitthvað ná-
lægt 1100, að því tilskildu að mold sé raunverulega hreyfð alveg
upp að því lagi, því sé svo ekki, getur býlið hafa farið alllöngu fyrr í
eyði. 1 smiðjutótt norðaustur af bæjarrústunum var kol í gólfskán og
tekið sýni af því til C14 aldursákvörðunar í Stokkhólmi. Reyndist
geislakolsaldurinn (S 5292) vera 855 eða 832 e. Kr. ±100 ár.
Innan við Reyki, innsta bæinn í byggð í Fnjóskadal, greinist dal-