Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 72
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
dýpst á miðju gólfi og grópin því grynnst niður úr henni var fótar-
bein úr stórgrip nærri 9 sm langt (fundaskrá nr. 15) niðri í grópinni
og lá þvert á hana eins og til viðnáms einhverju sem hefði legið í
henni, því að endar beinsins voru huldir viðarkolalaginu í börm-
um gróparinnar og botni dældarinnar. Eðlilegt virðist að túlka þessa
gróp sem vitnisburð um einhvers konar þverskiptingu stofutóftar-
innar, ef til vill vott um þverþil. Þetta atriði á sér ekki hliðstæðu
í öðrum Þjórsárdalsbæjum sem rannsakaðir hafa verið, en stofan á
Sámsstöðum er lengri en á hinum bæjunum eins og áður er getið. Þó
má minna á að stofutóftin í Áslákstungu fremri hefur hugsanlega
verið tvískipt.02
Ekki skal reynt að skýra viðarkolalausu blettina austan við gróp-
ina í stofunni. Rétt er þó að taka fram að þeir voru ótvíræðir og
komu undan jarðlagasamhengi sem ekki hafði verið raskað við
rannsókn Þorsteins Erlingssonar, torfi með hvítum linsum 1104-
vikursins sem lá stundum beint ofan á hrafnsvörtu gólfinu.
Þorsteinn Erlingsson fann fyrstur manna á síðari tímum eldstæði
stofunnar. Hann mun hafa grafið alveg upp úr því því að hann nefnir
innanmál þess og að það sé ,,paved throughout with stones“.03 1 vasa-
bók sinni segir Þorsteinn um eldstæðið: ,,grófin er grjóthlaðin öll inn-
an og eins grjót í botni.“64 Hafi Þorsteinn mokað ofan í eldstæðið
aftur eftir rannsókn sína hefur Daniel Bruun grafið upp úr því aftur
sumarið eftir því að til er rissmynd eftir hann af hleðslum eldstæðis-
ins og myndir af því birtust í bókum hans.65 Fyllingin í eldstæðinu
var því ekki upprunaleg þegar rannsóknin fór fram 1971. Þó varð
vart við lítils háttar af brenndum beinum í skotum.
Eldstæðið í stofunni er nær ferhyrnd hlaðin steinþró ofan í stofu-
gólfið, um 90 sm löng, 50 sm breið og 50 sm djúp. 1 botn þróarinnar
voru lagðar hellur. Þróin var hlaðin á þrjá vegu og var grjótið
stærst neðst í hleðslunni. Austurhlið þróarinnar hefur hins vegar
verið ein heil basalthella sem nú er að vísu frostsprungin. Efsti kant-
steinn að vestanverðu var Þjórsárhraunshella sem nú er brotin.
Norðurkantsteinn þróarinnar var fagurstrend hella ílöng, en hún á
sér hliðstæðu í norðurkantsteini samsvarandi þróar í Stöng. Ekki
02 Stenberger (1943), bls. 116—19.
03 Þorsteinn Erlingsson (1899), bls. 44.
04 Lbs. 4180, 4to, bl. 6V.
05 Nationalmuseet, 2. afdeling, Antikvarisk-topografisk arkiv, Árnes S. Daniel
Bruun (1897), bls. 155 og Daniel Bruun (1928), bls. 175.