Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
býli í dalnum, stórbýlið Mýri, er 65 km frá Skjálfanda, en innar og
austar uppi á hásléttunni eru Víðiker og Svartárkot enn í byggð.
Bárðardalur er nú víða mjög blásinn, einkum austurhlíðarnar, en
skógarkjarr er talsvert í vesturhlíðum innan til í dalnum. Skammt
inn af Mýri fyllist dalurinn að mestu af Suðurárhrauni, sem er
hluti af þeim mikla bruna sem talinn er líklega upprunninn í
Trölladyngju og hefur flætt norður Bárðardal. Verða fossar þar sem
Skjálfandafljót flæðir yfir hraunið og er þar þekktastur Aldeyjar-
foss í sinni fögru stuðlabergsumgerð, en Ingvararfoss og Hrafna-
bjargafoss eru sunnar. Innan við hraunið heldur dalur Skjálf-
andafljóts áfram inn eftir öllu og heitir þar Krók(s)dalur. Sam-
hliða þeim dal, vestar, er Mjóidalur, en norðan til á hálsinum milli
þessara dala er dalverpi, Ishólsdalur, áður nefndur Rangárdalur,
og verður fremst í því stöðuvatn, Ishólsvatn, 5 km langt. Allir ex*u
þessir dalir óbyggðir nú og hafa verið síðan fyrir síðustu aldamót.
Eitt býli var í byggð í hinum eiginlega Mjóadal á 19. öld, Mjóidalur,
þar sem byggt var 1812 og hélst það býli til 1874. Þaðan fór Stephan
G. til Vesturheims 1873. Býlið Ishóll sunnan Ishólsvatns fór í eyði
1897.
Víkjum nú að þriggja daga ferð er ég fór á þessar slóðir í rniðjum
ágústmánuði 1972, ásamt staðkunnugum ferðagai*pi og fi*óðleiks-
manni, Jóni Sigurgeirssyni frá Helluvaði, Geirfinni syni lians og
Sigrúnu dóttur Höskuldar bónda á Mýri. Farartækið var fjórtán ára
rússajeppi Jóns, sem ég hafði ferðast með meira en áratug fyrr. Til-
gangurinn með ferðinni var að átta sig á aldri eyðibýla.
Á austurbakka Rangár, suður af Ishólsvatni, í um 370 m hæð yfir
sjó, er eyðibýli. Um það segir í jarðabók Árna og Páls frá 1712:
,,Horngardur eður Hofgardur heitir fornt eyðiból hjer skamt
fyrir framan, þar eru mikil garðalög og margar rústir, og atla
menn, að þetta hafi stór jörð verið. Ekki má hjer aftur byggja,
því túnið er að kalla alt viði vaxið“ (Jarðabók XI, 144).
Daniel Bruun höfuðsmaður fór þarna um sumarið 1897 og er
hér birtur uppdráttur hans af þessu eyðibýli (10. mynd). Er við
Jón skoðuðum það þremur aldarfjórðungum síðar, var tiltölulega
auðvelt að átta sig á tóttunum eftir uppdrætti Bruuns. Ég gróf
þarna holu í tótt nr. 5 og mældi auk þess jarðvegssnið til saman-
burðar í brekkunni austur og upp af bænum. Lítum fyrst á það
snið (11. mynd). Efst rösklega 2 m lag af grófu foki og neðarlega í
því þunnt, dökkt gjóskulag, er gæti verið úr gosi í Grímsvötnum
1619 eða gosi á Kverkfjallasvæðinu 1717. Þá kemur, efst í þriðja