Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 120
122 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Á blöðunum eru alls 10 atriði og fylgja uppdrættir fjórum þeirra (nr. 1, 4, 5 og 6). Blöðunum má skipta í tvo flokka sem eru til komnir hvor með sínu móti. Sex fyrstu atriðin varða gripi í kirkjun- um í Vatnsfirði, Ögri og á Eyri í Seyðisfirði, en hin fjögur eru um helgidómaskrín og vatnskarla, sem orðið hafa á vegi Árna í Árnes- sýslu og Skaftafellssýslu. Lesmálið á sex fyrstu blöðunum virðist allt vera með sömu hendi nema ef til vill nr. 1; það blað sver sig ekki eins ótvírætt til sama skrifara, en þó er líklegast að einnig það sé frá sama manni runnið; ekki skrifa menn alltaf nákvæmlega eins frá degi til dags, og munu menn geta reynt slíkt á sjálfum sér. Hér verður talið að öll blöðin sex séu skrifuð af sama manni. Að vel athuguðu máli og höfðu samráði við sérfræðinga Stofnunar Árna Magnús- sonar á Islandi tel ég að fullyrða megi að þetta sé rithönd Magnúsar Einarssonar á Jörfa og Vatnshorni í Haukadal í Dalasýslu (d. 1752). Hann var um tíma skrifari Árna Magnússonar og vann seinna mikið fyrir hann, gerði uppskriftir eftir handritum og dró upp innsiglis- myndir (Sigilla islandica I, bls. xij—xiij). Á jarðabókarferð Árna um Norður-ísafjarðarsýslu sumarið 1710 var Magnús með honum sem skrifari, og í handriti jarðabókarinnar, sem nú er geymt í Þjóð- skjalasafni, býðst því hið besta tækifæri til að kynnast skriftarlagi hans. Er ekki um að villast að þar er sama höndin og á kirkjugripa- blöðunum. Rithönd Magnúsar er einnig á ýmsum minnisgreinum sem fylgja innsiglismyndunum svo sem sjá má í Sigilla islandica, og má nefna sem eitt dæmi af mörgum lýsinguna á innsigli Ásgríms ábóta á Þingeyrum (I, bls. 194—200). Vafalaust er þar sama höndin og á jarðabókinni og kirkjugripagreinunum. En því er fjölyrt svo mjög um þetta mál hér að það skiptir miklu þegar reynt verður að gera sér skynsamlega grein fyrir hver vera muni höfundur minnis- greinanna og þó einkum uppdráttanna sem þeim fylgja, og reyndar hvernig þessi blöð muni vera undir komin. Verður aftur að því vikið þegar fjallað hefur verið um sex fyrstu blöðin hvert fyrir sig, sjá bls. 151—154. Af fjórum síðustu blöðunum eru þrjú (nr. 7, 8 og 10) með al- kunnri og auðþekktri hendi Árna Magnússonar sjálfs, en eitt (nr. 9) með hendi einhvers skrifara hans, líklega helst Þórðar Þórðarsonar að hyggju sérfræðinga Árnastofnunar. Hér á eftir eru textar minnisgreinanna prentaðir stafrétt að öðru leyti en því að bönd eru leyst upp án auðkenningar. Flest eru þau fólgin í því að strik er yfir samhljóðum til að tákna að þeir séu tvö- faldir. Víða er erfitt að skera úr hvort orð hefst á upphafsstaf eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.