Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 77
SÁMSSTAÐIR í ÞJÓRSÁRDAL
79
veggirn, hefur ef til vill legið stokkur á grjótinu austan við eystri
stoðarnoluna.
Uppi í viðarkolalausu reininni við austurvegginn var nokkuð af
beinum og hlutabrotum; leggjaleifar og lítið hvalbeinsspjald (brot
af vefskeið?) (fundaskrá nr. 5), járnlykkja ef til vill af fötu (nr.6)
og leifar af herðablaði úr nautgrip, sýnilega skemmt og slitið (nr. 21).
Þá lágu þar nokkur brot úr rauðum og grænum túffsteini. Innst í
þessari rein, nálægt norðausturhorninu hafði greinilega verið kveikt-
ur lítill eldur ofan við stóran grænan túffstein.
Við vesturvegg norðarlega höfðu greinilega staðið a. m. k. tveir
sáir í jörðu. Verður síðar vikið nánar að hinni merkilegu jarðlaga-
skiptingu sem fram kom í sáförunum tveimur sem þama voru. Stærra
sáfarið var innar og noi'ðar í búrinu, hið minna nær dyrum.
Göng frá slcála til búrs. Milli skála og búrs voru göng með kola-
bornu gólfi, um 80 sm breið og um 1.6 m. löng Líklega hafa dyr verið
nyrst í þessum göngum, búrdyr. Þar fundust grautmorknar trjá-
leifar á kolagólfinu. sem hugsanlega eru eftir einhvers konar þröskuld.
6. Kamarstóft.
Bakhústóftin við austanverða skálatóft á Sámsstöðum verður hér
túlkuð sem tóft af kamri. Það mun hafa verið Kristján Eldjárn sem
fyrstur taldi á prenti að samsvarandi hústóft í Stöng væri kamars-
tóft.08 Sú tilgáta hlaut mikinn stuðning þegar rústin í Gjáskógum
í Þjórsárdal var rannsökuð því að þar var tóft sem hiklaust mátti
telja kamar og samsvarandi í mörgu Stangartóftinni.09 Þorsteinn
Erlingsson taldi þessa tóft á Sámsstöðum tvímælalaust vera baðstofu-
tóft.70 Það er þó ljóst að rannsókn Þorsteins hefur verið mjög yfir-
borðskennd, m. a. hefur hann ekki fundið innréttingar tóftarinnar.
Kamarstóftin hefur líklega verið um 3.6 m að lengd og um 1.8 m
að breidd, nokkru breiðari vestast og mjórri austast. Tóftin var
fremur illa varðveitt, einkum eystri hlutinn.
Ekkert eiginlegt kolaborið gólf var að finna í þessari tóft. Sums
staðar í tóftinni varð vart við dökkleit lög dálítið fitukennd og ör-
lítinn vott af brenndum beinum og ösku. Talsverðar járnútfellingar
voru í jarðveginum í tóftinni, en hann var leirkennt torf. I vestan-
08 Kristján Eldjárn (1947), bls. 14.
oo Kristján Eldjárn (1961), bls. 32—35.
io Þorsteinn Erlingsson (1899), bls. 44—46.