Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 165
SKÝRSLA UM ÞJÓDMINJASAFNIÐ 1975
167
störf í sambandi við sýningar og annað. Á sumrin fer mikill hluti
starfa safnmanna fram utan safnsins, bæði vegna ferða, fornleifa-
eftirlits, viðgerðarstarfa gömlu bygginganna og rannsókna. — Má
geta hér í þessu sambandi, að talsverðar lagfæringar voru gerðar
á smíðastofu safnsins og myrkvastofa sett í stand, en tilraun var gerð
með að fá mann til að hefja kopieringu á lj ósmyndaplötum safnsins,
þeim sem ókopíeraðar hafa legið, og síðan fá myndirnar greindar.
Árni Björnsson safnvörður hefur samið eftirfarandi greinargerð
um starfsemi þjóðháttadeildar á árinu:
,,Á árinu voru sendar út tvær spurningaskrár, nr. 31 og 32. Hin
fyrri fjallaði um hát/iöir og merkisdaga, og var þar spurt um siði, þjóð-
trú, alþýðlegar orðskýringar og margt fleira varðandi 70—80 daga
eða tímabil á árinu. Seinni skráin fjallaði um vetiiir og veáurspár,
þ. e. hinar ýmsu tilraunir sem menn gerðu til að sjá fyrir um þennan
örlagaríka þátt, veðrið, áður en nútíma veðurfræði kom til sögunnar
og jafnvel enn í dag.
Á árinu bættust 308 númer í heimildasafn deildarinnar, og voru
þau því við árslok orðin 3806. Eins og áður voru heimildir þessar all-
ar skráðar og flokkaðar eftir efni, upprunahéraði og heimildarmönn-
um. Haldið var áfram við atriðisorðaskrá heimildasafnsins, og er nú
langt komið að gera slíka skrá yfir þær heimildir, sem ekki eru bein
svör við spurningaskrám. En í þeim er vitaskuld mun auðveldara að
leita uppi efnisatriði.
1 ágústmánuði var farin ferð um Isafjarðar- og Barðastrandar-
sýslur í þeim tvíþætta tilgangi að safna efni og ekki síður nýjum
heimildarmönnum, sem sífellt þarf að endurnýja og bæta við. Varð
árangur allgóður.
Safnvörður deildarinnar sótti fyrir milligöngu Norræna félagsins
ráðstefnu um norræna samvinnu á sviði þjóðfræða. Var hún haldin
í júní á Biskops Arnö í Svíþjóð. Á árinu gerðist Island aðili að
norrænu þjóðfræðastofnuninni (Nordisk institut for folkedigtning),
og var Árni Björnsson skipaður varamaður í stjórn hennar, en aðal-
maður af Islands hálfu er Hallfreður Örn Eiríksson frá Stofnun
Árna Magnússonar.
Eins og undanfarna vetur var haldið uppi reglulegum fyrirspuma-
þáttum um þjóðháttaleg efni í hljóðvarpinu, og varð af því talsverð
uppskera að venju.
Stundakennslu í þjóðháttafræði við Sagnfræðistofnun Háskóla Is-
lands var haldið áfram. Brá nú svo við, að meiri áhuga varð vart