Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 123
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR 125 „tjöld umhverfis kirkju", „kirkjutjöld öll“, „kirkja altjölduð", „tjöld um sönghús", steintjöld yfir altari“, og fjölmörgu fleira af sama tagi. Tjöld þessi voru langir dúkar, enda einnig talað um refla eða dúlca, og getur stundum verið erfitt að skynja greinarmuninn, því að allt voru þetta veftir sem hengdar voru í hæfilegri hæð á kirkju- veggina, annaðhvort að staðaldri eða til hátíðabrigða eftir því sem við átti eða þörf krafði. Tjaldið frá Vatnsfirði hefur verið eitt af þessum löngu kirkjutjöldum, ætlað til að ná eftir endilöngum vegg eða t. d. langleiðina umhverfis kór, í augnahæð eða vel það. (Um tjöldun í kirkjum og öðrum húsum á miðöldum sjá nánar Fredrik B. Wallem, De islandske kirkers udstyr i middelalderen, Aarsberet- ning for 1909, Kristiania 1910, bls. 26 o. áfr. Guðbrandur Jónsson, Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal. Safn til sögu Islands V, Reykjavík 1919—29, bls. 328 og áfr.; Helen Engelstad, Refil, bonad, tjeld, Oslo 1952, bls. 11—36; Arnheiður Siguröardóttir, Híbýlahættir á mið- öldum, Reykjavík 1966, bls. 58—59, 65). Enginn vafi leikur á að allur þessi fjölskrúðugi kirkjubúnaður af veftakyni hefur átt hvað mestan þátt í að gera kirkjur miðalda að þeim listasöfnum sem þær vissulega voru. Máldagarnir eru að vísu sorglega fáorðir um gerð þessara vefta, því það er alkunnug venja þeirra að telja upp kirkjugripina en lýsa þeim ekki. Þó hrjóta þeim nægilega mörg einkennisorð til að ljóst megi vera að hér var um að ræða fjölbreyttan listiðnað, innlendan og erlendan, eins og glöggt er frá skýrt í þeim ágætu fræðiritum sem vitnað er til hér að ofan. Hitt er svo öldungis víst, að ekkert eða nær ekkert hefur varðveist af íslenskum kirkjuveftum frá miðöldum, þegar frá er skilið gott safn refilsaumaðra altarisklæða, sem alþekkt eru. Af veggjabúnaði hefur ekkert varðveist nema bútur úr refli eða tjaldi, einnig refil- saumuðu, frá Hvammi í Dölum, líklega frá 15. öld, nú miðaldadeild Þjóðminjasafns Dana (nr. 152, sjá Islenzk list frá fyrri öldum, Reykjavík 1957, 44. mynd). Og ekki er heldur góðum lýsingum til að dreifa, sem að einhverju leyti gætu komið í stað hlutanna sjálfra. Satt að segja er þessi heimild frá Árna Magnússyni um kirkjutjaldið í Vatnsfirði sú eina sem nú er til og sæmilega góða hugmynd vekur um hvernig stórt og virðulegt tjald í íslenskri kirkju á síðmiðöldum gat verið. En áður en frekar er forvitnast um gerð þess og uppruna skal ögn vikið að sögu þess í Vatnsfirði og örlögum. Saga lcirlcjutjaldsins. Ætla má að kirkjutjaldinu í Vatnsfirði bregði í fyrsta skipti fyrir í afhendingarskrá staðar og kirkju 16. maí 1565,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.