Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 156
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Og enn hefur Árni fengið nýjar upplýsingar um karlana og þá
strikað út Bæjarkirkju ... tvó gert þar tilvísunarmerki til eftir-
fylgjandi viðbótar sem hann hefur skrifað aftan á sama blað:
,,Þau eiga ei þar heima, fundust í Flatey, í hol. Og þar meinast
meira vera, faled af munkum, i þeim hol."
Þetta er þá svo að skilja að Árni Magnússon hefur fengið vitneskju
um að í Gaulverjabæ væru þrír vatnskarlar, sem hann hugði vera,
tveir sem ljón og einn sem hestur. Þeir hafa verið í eigu prestskon-
unnar Þuríðar Sæmundsdóttur, konu séra Halldórs Torfasonar, en
hún hafði áður átt Eggert Jónsson í Flatey á Breiðafirði og þaðan
hefur hún komið með þá að Gaulverjabæ. Úr því að Árni skrifar
á blaðið að vatnskarlarnir séu hjá Þuríði í Bæ, hefur hann gert
það fyrir 1705, því að það ár dó séra Halldór en Þuríður fluttist
fyrst að Skipum, síðan Haukadal og loks 1712 vestur í Flatey. Hjá
Þuríði fékk Árni sitthvað af handritum frá Gaulverjabæ og hjá
henni hefur hann einnig eignast vatnskarlana. Ekkert er nú framar
um afdrif þeirra vitað, og er ekki annað líklegra en að þeir hafi farist
í eldinum 1728.
Þó að vatnskarlar þessir hafi flust með Þuríði Sæmundsdóttur frá
Flatey að Gaulverjabæ og einhverjar sagnir hafi fylgt þeim, er þó
ráðlegast að þykjast ekki of viss í sinni sök um upprunastað þeirra.
Munkar voru að vísu í Flatey þann stutta tíma sem klaustur var
þar, frá um 1172 til 1184, en sagnir um að munkar hafi falið vatns-
karlana í hól er skynsamlegt að taka ekki mjög alvarlega, og ekki
var Árni Magnússon sjálfur giska trúaður á sumt sem honum var
sagt um klausturminjar í Flatey.* Verður hér látið við það sitja að
treysta megi að þarna sé upplýsing um þrjá vatnskarla úr íslenskum
* Á minnisblöðum Árna Magnússonar um klaustrin, pr. í Blöndu II, 35, segir
svo um Flatey:
„Fyrir austan bæinn í Flatey sér glögglega til kirkju og kirkjugarðs. í
sáluhliðinu stendur þar jarðfastur steinn, og er klappaður ofan í hann kringl-
óttur bolli. Segja menn þann brúkaðan verið hafa til vígðs vatns (quod tamen
ego non credo, því hann hefur verið undir manna fótum, að sýnist). Strax
fyrir vestan þennan kirkjugarð er 3 eða fleiri hústóptir vallgrónar. Segja
Flateyingar það verið hafa þess gamla klaustursins hús. Þar heita og Klaust-
urhólar enn í dag, er tóptirnar við standa."
Ef til vill er átt við þessa hóla, þegar sagt er að vatnskarlarnir hafi fundist
í hól.