Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 156

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 156
158 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Og enn hefur Árni fengið nýjar upplýsingar um karlana og þá strikað út Bæjarkirkju ... tvó gert þar tilvísunarmerki til eftir- fylgjandi viðbótar sem hann hefur skrifað aftan á sama blað: ,,Þau eiga ei þar heima, fundust í Flatey, í hol. Og þar meinast meira vera, faled af munkum, i þeim hol." Þetta er þá svo að skilja að Árni Magnússon hefur fengið vitneskju um að í Gaulverjabæ væru þrír vatnskarlar, sem hann hugði vera, tveir sem ljón og einn sem hestur. Þeir hafa verið í eigu prestskon- unnar Þuríðar Sæmundsdóttur, konu séra Halldórs Torfasonar, en hún hafði áður átt Eggert Jónsson í Flatey á Breiðafirði og þaðan hefur hún komið með þá að Gaulverjabæ. Úr því að Árni skrifar á blaðið að vatnskarlarnir séu hjá Þuríði í Bæ, hefur hann gert það fyrir 1705, því að það ár dó séra Halldór en Þuríður fluttist fyrst að Skipum, síðan Haukadal og loks 1712 vestur í Flatey. Hjá Þuríði fékk Árni sitthvað af handritum frá Gaulverjabæ og hjá henni hefur hann einnig eignast vatnskarlana. Ekkert er nú framar um afdrif þeirra vitað, og er ekki annað líklegra en að þeir hafi farist í eldinum 1728. Þó að vatnskarlar þessir hafi flust með Þuríði Sæmundsdóttur frá Flatey að Gaulverjabæ og einhverjar sagnir hafi fylgt þeim, er þó ráðlegast að þykjast ekki of viss í sinni sök um upprunastað þeirra. Munkar voru að vísu í Flatey þann stutta tíma sem klaustur var þar, frá um 1172 til 1184, en sagnir um að munkar hafi falið vatns- karlana í hól er skynsamlegt að taka ekki mjög alvarlega, og ekki var Árni Magnússon sjálfur giska trúaður á sumt sem honum var sagt um klausturminjar í Flatey.* Verður hér látið við það sitja að treysta megi að þarna sé upplýsing um þrjá vatnskarla úr íslenskum * Á minnisblöðum Árna Magnússonar um klaustrin, pr. í Blöndu II, 35, segir svo um Flatey: „Fyrir austan bæinn í Flatey sér glögglega til kirkju og kirkjugarðs. í sáluhliðinu stendur þar jarðfastur steinn, og er klappaður ofan í hann kringl- óttur bolli. Segja menn þann brúkaðan verið hafa til vígðs vatns (quod tamen ego non credo, því hann hefur verið undir manna fótum, að sýnist). Strax fyrir vestan þennan kirkjugarð er 3 eða fleiri hústóptir vallgrónar. Segja Flateyingar það verið hafa þess gamla klaustursins hús. Þar heita og Klaust- urhólar enn í dag, er tóptirnar við standa." Ef til vill er átt við þessa hóla, þegar sagt er að vatnskarlarnir hafi fundist í hól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.