Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 139
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
141
med hægre hende umm skaft uppreistrar haskieftrar axar, sem
er snaghyrnd og ávól fyrer munnann. J vinstre hendenne helldur
þesse kongur á iardarhnettenumm med krosse upp ur. Klædasnid
hans er, kioll sem nær ofan á hnie og umm sig hefur hann breitt belte
og sijda kápu utan yfer óllu.
Þetta málverk utan á hefur somuleidis gyllt vered og vel umm
vendad (sic). Enn brijkenn er nu störum skiemd og flagnad af
henne málverked og gyllingenn utann.
Ecke er vist ad þesse kongur sie Olafur kongur þviad ecke er su
coronadaVirgoMaria. Annars er kyrkiann j Vatzfyrde helg-
ud Mariu og Olafe konge.“
Altarisbrík sú, sem hér er verið að lýsa, er nú ekki lengur til. En
lýsingin er greinargóð og nógu ítarleg til þess að unnt sé að gera sér
sæmilega skýra hugmynd um bríkina. Eflaust mun það vera rangt
hjá lýsandanum að Jósef hafi staðið undir krossinum ásamt Maríu.
Þarna hefur Jóhannes postuli og guðspjallamaður staðið eins og
ævinlega á slíkum krossfestingarmyndum. Eðlilegt er að krossfest-
ingin hafi verið á sjálfu miðstykkinu, og sömuleiðis að Pétur og
Páll postular hafi verið innan á vængjunum til beggja handa, Pétur,
„princeps apostolorum“, vinstra megin, þ. e. a. s. til hægri handar
frelsaranum. Slíkt á sér margar hliðstæður, en ósagt skal látið hvaða
helgimenn það eru sem fylgt hafa hvorum um sig.
Varla verður dregið í efa að krýndur konungur utan á öðrum
bríkarvængnum, með öxi mikla í hægri hendi og jarðarhnöttinn í
hinni vinstri, sé Ólafur helgi, sjálfur verndardýrlingur Vatnsfjarðar-
kirkju ásamt Maríu guðsmóður. öxin er sú einkunn hans sem aldrei
vantar, og hnöttinn eða ríkiseplið er einnig mjög algengt að sjá í
vinstri hendi hans, þótt þar geti einnig aðrar einkunnir komið til
greina. Krýnda konan á hinum vængnum, með sverð og hjól, er aug-
ljóslega heilög Katrín frá Alexandríu, sem mjcg var tignuð á Norður-
löndum öllum (sjá KL VIII, 335—343). Hún er talin verndar-
dýrlingur 12 íslenskra kirkna, þar af 11 í Skálholtsstifti, og til er
bæði Katrínarsaga og Katrínardrápa, sem vitna um ást íslendinga
á þessum árnaðarmanni. Þótt hvorugur dýrlingurinn á Vatnsfjarðar-
bríknni sé íslenskur, eiga þeir svo mikil ítök hér á landi — og heil-
agur Ólafur í Vatnsfirði sér í lagi — að sterkar líkur eru til að
bríkin hafi verið pöntuð sérstaklega og þá beðið um að einmitt þessar
myndir væru á henni, með tilliti til þess staðar sem bríkinni var
fyrirhugaður, á sama hátt og kirkjutjaldið.