Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 151

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 151
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR 153 verks, en hvert honum er í soddan verk sleppandi, viti þér gjör en eg“. (Arne Magnussens private brevveksling, Kbh. 1920, bls. 485). Verkið sem þarna ber á góma var að gera uppdrátt af Múlaþingi. Ummæli þessi sýna að Magnús hefur þegar á yngri árum verið þekktur að því að geta teiknað, og víst er að hann dró mjög margar innsiglismyndir fyrir Árna. Af myndunum í Sigilla islanclica er talið að aðeins átta myndir séu eftir séra Hjalta, en annars allur þorrinn eftir Magnús (Sigilla islandica I, bls. xij-xiij), Aðrar teikn- ingar eru engar þekktar eftir Magnús og- reyndar ekki séra Hjalta heldur, þótt til séu eftir hann málverk og landabréf, svo að hér er ekki miklu samanburðarefni til að dreifa. Innsiglismyndirnar eru svo smáar að lítið hald er í þeim til samanburðar við kirkjugripa- myndirnar, þótt slíkt megi reyna þar sem ekki er í annað hús að venda. Það virðist Björn Th. Björnsson einmitt hafa gert og niður- staðan af samanburðinum orðið sú að hann eignar Magnúsi kirkju- gripamyndirnar (Islenzk myndlist á 19. og 20. öld, Reykjavík 1964, bls. 9 og 247). Fyrir mitt leyti virðist mér vafasamt hvort innsiglis- myndir þessara tveggja manna skera úr um þetta mál. Mér er þó nær að halda að niðurstaða Björns sé rétt, og það af þeim ástæðum sem nú skal greina. Þó að teikningarnar af kirkjugripunum séu misjafnlega vandlega gerðar, sé ég ekki neina sérstaka ástæðu til að álíta að þær séu ekki allar eftir sama manninn. Magnús Einarsson hefur skrifað alla textana, en teikning og texti eru á tveimur blöðunum svo samgróin að manni finnst sami maður hljóta að hafa gert hvort tveggja. Annað dæmið er skírnarfatið frá Ögri (nr. 5), þar sem flúraðir stafir fyrirmyndarinnar eru felldir inn í lesmálið. Hitt er teikn- ingin af Ólafslíkneskinu í ögri þar sem textinn er eins og undir- skrift á sjálfri myndinni (nr. 4). Þó að merkilegustu uppdrættirnir séu eftir kirkjutjaldinu í Vatns- firði, eru allar hinar myndirnar eftir gripum í öðrum kirkjum, sem þeir Árni og Magnús hafa komið í, dagana eftir að þeir voru í Vatns- firði. Merkilegt væri, ef þessar teikningar væru eftir séra Hjalta, að hann skuli hafa dregið upp mynd af heilögum Ólafi á altarisbrík á Eyri í Seyðisfirði, en ekki mynd af sama dýrlingi á prýðilegri brík heima hjá sér í Vatnsfirði. Mér þykir trúlegt að rás viðburðanna hafi verið þessi: Árna Magn- ússyni hefur orðið starsýnt á kirkjutjaldið í Vatnsfirði og ekki síst þótt merkilegt að sjá íslensku dýrlingana Þorlák og Jón í félagsskap þeirra helgimanna sem á því eru. Þetta hafa þeir rætt sín á milli,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.