Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 5
FÁEIN ÆVIATRIÐI
11
aðra um eyðibyggðina á Hrunamannaafrétti, sem er grundvallaryfirlit yfir
þessa merkilegu hálendisbyggð, sem lagzt hafði í eyði í Heklugosinu 1104, en
undirstaða þeirrar greinar er rannsókn Kristjáns sjálfs og aðstoðarmanna
hans á rústum Þórarinsstaða á Hrunamannaafrétti 1945. — Hin greinin er um
kumlateiginn á Hafurbjarnarstöðum, sem hafði verið að blása upp og eyðast
allt frá 1868 og þar til þeir Kristján og prófessor Jón Steffensen rannsökuðu
síðustu kumlin þar 1947.
Þegar Þjóðminjasafnið fluttist í nýja húsið á horni Hringbrautar og Mela-
vegar, sem þá hét svo, breyttust og stórbötnuðu allar aðstæður til sýningar
safnsins og hvers konar safnvinnu. Olýsanleg umskipti urðu nú hvað rými
snerti, enda hafði sýningarsafnið í gamla húsinu nánast verið eins og geymsl-
ur, þótt allgott þætti á sinni tíð, enda nánast engra annarra geymslna völ.
Greiddist nú líka úr fyrir fleiri rikisstofnunum. Listasafn íslands hafði ekkert
húsnæði haft en fékk nú til umráða meginhluta af efstu hæð hússins. Þjóð-
minjasafnið fékk miðhæð og drjúgan hluta kjallarahæðar, en Náttúrugripa-
safnið talsverðan hluta af kjallaranum fyrir geymslur og vinnustofur. Geymsl-
ur Þjóðminjasafnsins og vinnustofur voru hins vegar víða um húsið og sumar
afar óhentugar, en menn fengust ekki um það, heldur glöddust yfir hinni veg-
legu morgungjöf lýðveldisins sjálfu sér til handa.
A neðstu hæð hússins var rúmgóð íbúð, sem þjóðminjavörður fékk til af-
nota, enda mæddi á honum að miklu leyti eftirlit og umsjá hússins, ekki sízt
utan venjulegs vinnutíma.
Það sem einkum einkenndi verk Kristjáns Eldjárns hér á safninu voru rann-
sóknar- og fræðastörf. Hann hafði brennandi áhuga á menningarsögu
þjóðarinnar, fylgdist afar vel með rannsóknum á sviði norrænnar menningar-
sögu og las ekki sízt mikinn fjölda fræðirita, sem út kom í nálægum löndum
og átti mikil samskipti við fræðimenn hvarvetna. En einkum stóð hann vörð
um Þjóðminjasafnið, kostaði kapps um að auðga það að gripum og hlú að
varðveizlu menningarminja úti um landið með friðlýsingum fornminja og
gamalla bygginga og ekki sízt með eflingu byggðasafnanna, sem mörg hver
komust á laggirnar og hófu starfsemi sína í hans tið.
Kristján var stórvirkur rithöfundur um menningarsöguleg efni, hvort sem
var um fornleifarannsóknir hans sjálfs,' um rannsóknir á hvers konar gripum í
safninu, um þjóðhætti, örnefni eða listmennt. Alkunna er, hver smekkmaður
hann var á mál og framsetningu. Átti þar meðfædd hagmælska og skáld-
hneigð mikinn þátt í. — Flestar greinar hans birtust í Árbók fornleifafélagsins
en einnig víða annars staðar, í tímaritum og blöðum, auk þess sem eigi allfáar
bækur liggja eftir hann, sem margar hverjar byggjast á mjög yfirgripsmiklum
og vönduðum rannsóknum á menningarsögu þjóðarinnar.
Fyrsta bók hans var Gengið á reka, sem kom út 1948, safn alþýðlegra rit-