Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 6
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gerða um fornleifar og minjafræði. Þá bók má kalla nýjung á þeim tíma, því
að ekki hafði áður verið ritað þannig hér um slik efni. Þessi bók varð mjög
vinsæl, en þótt Kristjáni þættu síðar sumar þær tilgátur, sem hann varpaði
þar fram, ekki sennilegar í öllu, opnaði bókin heim fornminjanna fyrir mörg-
um og glæddi skilning á gildi þeirra fyrir þjóðina og menningu hennar.
Ekki er hér ástæða til að nefna nema hinar helztu rannsóknargreinar
Kristjáns, en meðal hinna merkustu ritgerða í Árbók má nefna Kléberg á ís-
landi (1949—50), þar sem hann gerir grein fyrir öllum klébergsfundum hér-
lendis, sem benda ótvírætt til fornbyggðar hvarvetna sem klébergs verður
vart. Þá má nefna grein hans um rannsóknir á Fornu-Lá í Eyrarsveit og
Sandártungu í Þjórsárdal (1949—50) og grein þeirra Gísla Gestssonar um
rannsóknir á Bergþórshvoli (1951—52), grein um fornmannagrafir á Silastöð-
um (1954), um að sauma síl og sía mjólk (1960), bæinn í Gjáskógum í Þjórsár-
dal (1961), Alþingishátíðarpeningana (1962), fornan útskurð frá Hólum í
Eyjafirði (1967), forna altarisbrík frá Stað á Reykjanesi (1968), miðaldaút-
skurð frá Skjaldfönn (1969), fornan tábagal frá Þingvöllum (1970), þrjá at-
geira (1971), um upphaf vörupeninga á fslandi (1972), um Hraunþúfuklaustur
(1973), um minnisgreinar Árna Magnússonar um merka kirkjugripi (1976) og
um örnefni og minjar i landi Bessastaða (1981). — Sést hér glöggt, að víða bar
hann niður, en að auki er aragrúi smærri greina, byggðar á eigin rannsóknum
eða skýringar við rannsóknir annarra. Er það allt frá rannsóknum einstakra
kumla eða annarra fornminja og til athyglisverðra hugmynda, sem hann vildi
koma á framfæri. Að auki skrifaði hann mikinn fjölda greina í önnur tímarit
og blöð svo og erlend fræðirit, afmælisrit og árbækur. Með því færði hann
drjúgum íslenzka menningarsögu út fyrir landsteinana sem ekki veitti af, því
að fæstir erlendir fræðimenn hafa aðgang nema að mjög takmörkuðum ritum
um íslenzka fornfræði og menningarsögu. — Þá sat Kristján í útgáfustjórn
Acta Archaeologica og í hinni íslenzku ritnefnd Kulturhistorisk Leksikon for
Nordisk Middelalder og skrifaði greinar í þessi rit.
Fyrr á árum samdi Kristján nokkur alþýðleg smárit eða leiðarvísa, svo sem
Rústirnar í Stöng (1947), um Hólakirkju (1950) og Um Grafarkirkju (1954),
sem allar hafa siðan komið út á ný.
Mesta ritverk Kristjáns Eldjárns var doktorsritgerð hans, Kuml og haugfé
úr heiðnum sið á íslandi, er hann varði 1957. Þetta er grundvallarrit um ís-
lenzka fornleifafræði frá elztu tímum þjóðarsögunnar og er hér saman kom-
inn mikill fróðleikur og þekking og samanburður við erlendar hliðstæður.
Þarna birtist einn þáttur landnámssögunnar af gagnrýni fram reiddur, hvert
atriði vegið og metið og niðurstöður dregnar samkvæmt því. Mun þetta rit
hafa átt mikinn þátt í að sýna mönnum gildi íslenzkra fornleifa og sjálfstæði
fornleifafræðinnar gagnvart öðrum hefðbundnari fræðigreinum.