Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 8
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þegar innlent sjónvarp tók til starfa hratt Kristján af stað sjónvarpsþáttum
tengdum safninu, Munir og minjar, sem urðu mjög vinsælir og héldu áfram
um nokkurt skeið, undir stjórn hans og annarra.
Kristjáni varð afar drjúgur vinnudagurinn í safninu og hafði hann þó mörg
járn í eldi. Hann var snemma kominn til vinnu og mjög kappsfullur þegar
hann var setztur að verki. Hann hlaut að standa í miklum bréfaskriftum safns-
ins vegna og hvers kyns stjórnunar- og safnstörf tóku mikinn tíma hans utan
safns og innan. Er næst að ætla, að nærfellt á hverjum degi hafi hann gripið
margar þær stundir, er gáfust frá daglegum skyldustörfum, til rannsóknar- og
fræðistarfa. Hann ferðaðist einnig mikið út um landið í hvers kyns athugun-
ar- og eftirlitsskyni, gerði þá oft minni háttar rannsóknir í leiðinni, rannsak-
aði fornkuml, sem vitneskja hafði borizt um, gaf ráð og leiðbeiningar um við-
gerðir gömlu bygginganna, kom við í byggðasöfnunum og ræddi við menn um
sögu og minjar. Þannig eignaðist hann mikinn fjölda vina og kunningja, sem
hann rækti vel. Hann var mannblendinn og glaðbeittur, fljótur í kynningu og
hvarvetna aufúsugestur.
Þá tók hann þátt í fornleifarannsóknum erlendis, svo sem í Vallhagar á
Gotlandi 1947, á Grænlandi 1937 sem fyrr getur og aftur 1962, við rannsókn
Þjóðhildarkirkju, og sama ár á Nýfundnalandi við rannsókn fornrústanna í
L’Anse aux Meadows.
Kristján var þjóðminjavörður í tæpt 21 ár en lét af því embætti er hann
hafði verið kjörinn forseti íslands og tók við forsetaembættinu 1. ágúst 1968.
Það var fyrir þrábeiðni fjölmargra vina, kunningja og einnig annarra hon-
um óþekktra, sem Kristján lét til leiðast snemma árs 1968 að bjóða sig fram til
forsetaembættis, er Ásgeir Ásgeirsson hugðist ekki fara oftar í framboð. Er
víst, að Kristján tók ekki þá ákvörðun fyrr en eftir mjög vandlega íhugun og
eftir að hafa ráðfært sig við ýmsa þá, er hann taldi sig geta leitað ráða hjá.
Var það þó með hálfum huga að hann fór frá safninu, því að veg þess og
vanda vildi hann ætíð sem mestan og vildi sjá svo til, að þar yrði áfram haldið
á jákvæðri braut rannsókna og minjaverndar, svo sem alla tíð verið hafði. —
Þannig mun hafa verið um flestar athafnir hans, að hann hugsaði vandlega
hvern hlut og athöfn til enda, og réði gætni, öryggi og staðfesta gerðum hans í
öllu.
Við forsetakosningarnar 30. júní 1968 hlaut hann mikið yfirburðafylgi,
67% greiddra atkvæða, þrátt fyrir að andstæðingur væri þrautreyndur og
þekktur stjórnmálamaður. Kom hér glöggt í ljós, að menn kusu ekki forseta
eftir stjórnmálaleiðum, heldur þann mann, sem þeir töldu bezt hæfa þessu
embætti og embættið yrði sæmdast af. Kristján hafði að visu aldrei tekið þátt
í pólitískri baráttu, en hér riðluðust pólitískar fylkingar mjög í kosningunum,
en sjálfur sagði Kristján, að sér þætti vænt um að sigurinn hefði orðið svo af-