Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 9
FÁEIN ÆVIATRIÐI
15
dráttarlaus úr því að sigur átti að vinnast á annað borð. Ýmsir þeir, sem ekki
studdu hann í kosningum þessum lýstu því yfir síðar, að þetta embætti yrði
vart betur skipað öðrum.
Hann sóttist þó sjálfur ekki eftir vegtyllum eða embættum. Eitt sinn hafði
hann sjálfur sagt, að sig hefði í rauninni aldrei langað til að verða annað en
bóndi norður í Svarfaðardal. — Sveitin og þó einkum átthagarnir áttu hug
hans allan, og það var eðlilegt, að mörg viðfangsefni hans á meiði rannsóknar
og fræða snertu heimabyggðina, Svarfaðardalinn, minjar þar og mannlíf.
Þótt starfsvettvangur Kristjáns væri nú ekki lengur í safninu og fjölskyldan
flutt til Bessastaða var þó síður en svo, að hann segði skilið við sitt gamla
fræðasvið. Má í rauninni telja, að hann hafi búizt við að fá ýmsar notadrjúgar
næðisstundir í hinu nýja embætti, sem hann gæti notað til fræðistarfa. Lík-
lega hefur sú raun ekki orðið á svo sem hann taldi, en þó fékkst hann stöðugt
við rannsóknir og fornleifarannsóknir gerði hann einnig í talsverðum mæli
eftir að hann tók við forsetaembætti.
Hann var áfram ritstjóri Árbókar og stýrði henni allt til dauðadags. Skrifari
fornleifafélagsins var hann einnig áfram, unz hann var kjörinn forseti þess á
aðalfundi 1979. Hann skrifaði enn sem fyrr fjölda greina í Árbók auk þess
sem hann vann ötullega á köflum, þegar næði gafst, að úrvinnslu rannsókn-
anna í Skálholti 1954—55.
Þessar rannsóknir eru þær umfangsmestu, sem Kristján stóð fyrir. Þegar
ákveðið var að reisa að nýju dómkirkju á hinum forna Skálholtsstað og að
hún skyldi standa á gamla kirkjustæðinu, þótti sem eðlilegt er ekki annað
koma til greina en að rannsaka fyrst hina fornu kirkjugrunna og kirkju-
garðinn hið næsta þeim. Það kom eðlilega á herðar Kristjáns að standa fyrir
rannsókninni, en til liðsinnis fékk hann norskan arkitekt og kirknafræðing,
Hákon Christie, sem sérfræðingur er í byggingarsögu miðaldakirkna. Af
safnsins hálfu vann Gísli Gestsson safnvörður einkum að rannsóknunum og
próf. Jón Steffensen annaðist beinarannsóknir, og fjölmargir aðstoðarmenn
aðrir störfuðu við þessar rannsóknir, enda voru þær yfirgripsmiklar og á
margan hátt erfiðar. — Hugmyndin var, að niðurstöður rannsóknanna yrðu
síðan birtar í sjálfstæðu riti og sjálfur ætlaði Kristján að gera grein fyrir graf-
fundunum, svo og skrifa yfirlit yfir rannsóknirnar. Hafði hann reyndar birt
smáþætti á prenti, sem tengdust þessum rannsóknum, en hætt er við, að birt-
ing rannsóknanna verði ekki jafn ýtarleg nú er aðrir hljóta að leggja þar síð-
ustu hönd á útgáfu.
Eins og sjá má af velflestum rannsóknum og greinum Kristjáns Eldjárns og
ekki sízt doktorsritgerð hans, var upphaf íslandsbyggðar og byggðarsaga
landsins fyrstu aldirnar honum hvað hugstæðast viðfangsefni. Hann hafði
mikinn áhuga á að sannreyna hinar fornu sagnir íslendingabókar og Land-