Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 13
FÁEIN ÆVIATRIÐI 19 þarna kom í ljós mikilvægi öskulaganna vegna tímasetningar kumlanna. Bað hann því, að kumlið, sem kom þar í ljós nú, yrði rannsakað af mestu kostgæfni áður en vetur gengi í garð og eyðilegði verksummerki, því að hann þóttist sjá, að þótt hann kæmi aftur heim heill heilsu frá læknisaðgerðinni yrði hann ekki fær um að takast á hendur rannsóknir fyrsta kastið á eftir. Kristján gekkst undir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Cleveland, Ohio í Banda- rikjunum, sem framkvæmd var af hinum beztu sérfræðingum. Tókst sjálf að- gerðin mjög vel og virtist hann ætla að ná sér fljótt aftur. Ólöf dóttir þeirra hjóna fór með föður sínum vestur og dvaldist hjá honum meðan á sjúkrahúss- vistinni stóð. Voru þau farin að hyggja til heimferðar, en að morgni mánu- dagsins 13. september veiktist Kristján mjög snögglega og missti meðvitund. Hafði blóðtappi myndazt í fæti og losnað síðan og setzt að í lunga. Hann var þegar skorinn upp og fjöldi lækna reyndi hvað þeir gátu til bjargar. En allt kom fyrir ekki og lézt hann síðdegis næsta dag. Andlát Kristjáns Eldjárns var þjóðinni sannkölluð harmafregn. Jarðarför hans fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. september á vegum ríkisins, að viðstöddu miklu fjölmenni í kirkjunni og utan hennar, látlaus en virðuleg athöfn. Var hann jarðsettur í Fossvogskirkjugarði, í fögrum reit móti suðvestri í skjóli birkitrjáaraða. Mannkostum Kristjáns hefur hér víða verið lýst. Hann var hinn óþreytandi eljumaður, bar þó ekki lærdóm sinn utan á sér heldur bar mest á glaðlyndi og jákvæðu eðlisfari. Hann var reglusamur í háttum, vildi ganga að viðfangsefn- unum strax en ekki bíða þar til komið væri í óefni eða timaþröng, „Þetta ,,seinna“, það kemur aldrei“, sagði hann einu sinni. Þess vegna lauk hann miklu dagsverki, en hann gladdist eigi að síður yfir afrekum og störfum annarra, öllu því sem nýtilegt var þjóðinni eða í þágu þjóðmenningarinnar. Hann hvatti menn sífellt til verka af ráðum og dáð og var frábitinn því að vilja sitja einn að öllu því, sem hann varð áskynja við rannsóknir sínar og fræðaiðkanir heldur miðlaði i smáu og stóru þeim, sem hann vissi að slik vitn- eskja gæti komið að gagni. Er óhætt að segja, að enginn hafi átt jafnmikinn þátt í að opna augu þjóðarinnar og dr. Kristján Eldjárn á menningarlegum verðmætum sínum, glæða skilning og áhuga á islenzkri þjóðmenningu með rannsóknum, fræði- legum og alþýðlegum skrifum, fyrirlestrum og fræðaþáttum, enda þekkti hann öðrum betur áheyrendur sína hverju sinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.