Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 15
byggðaleifar A þórsmörk
21
Tóftirnar í Húsadal, sem eru frá því í byrjun 19. aldar, voru best varðveitt-
ar. Auk þess að vera yngstar, standa þær í skjóli, á botni dalsins sem er innan
þjóðgarðsgirðingarinnar. Leifar hinna bæjarstæðanna þriggja voru allar upp-
blásnar og mjög illa farnar. Á Steinfinnsstöðum og Þuríðarstöðum efri sást
þó enn óljóst móta fyrir tóftum, og var það ráð tekið, að gera af þeim upp-
drátt áður en þær hyrfu alveg. Hér á eftir verður leitast við að túlka það sem
eftir var af þessum byggðaleifum þegar þær voru skoðaðar. Reynt verður að
fá hugmynd um umfang byggðarinnar og svo tímasetningu, aðallega út frá
þeim munum sem fundist hafa. Fyrst verður gerð grein fyrir skriflegum heim-
ildum um byggð á Þórsmörk og frásögnum af fyrri athugunum á byggðaleif-
unum þar. Aftan við greinina fylgir viðauki, þar sem jarðvegsfræðingurinn
John Gerrard gerir grein fyrir athugunum sínum á jarðvegseyðingu á Þórs-
mörk, og skýrsla J.G. McDonnell um gjall sem fannst á Þuríðarstöðum efri
og á Steinfinnstöðum.
Þó að byggð á Þórsmörk hafi nú þegar verið nokkur gaumur gefinn í riti,
hefur ekki áður verið gerð heildarúttekt á öllum þeim byggðaleifum og mun-
um sem þar hafa fundist, né hefur nokkur hluti byggðaleifanna áður verið
dreginn upp. Er það því von höfundar, að með þessari grein séu upplýsingar
um byggðina á Þórsmörk gerðar aðgengilegri, og að nokkru hafi þar verið
bætt við.
Skriflegar heimildir um byggð á Þórsmörk
í Landnámabók segir, að bræðurnir Ásbjörn og Steinfinnr Reyrketilssynir
hafi numið land fyrir ofan Krossá fyrir austan Fljót. Steinfinnr bjó á Stein-
finnsstöðum, og var ekki manna frá honum komið. Ásbjörn helgaði landnám
sitt Þór og kallaði Þórsmörk; hans son var Ketill hinn auðgi, er átti Þuríði
Gollnisdóttur; þeirra börn voru þau Helgi og Ásgerður (ÍF I2, bls. 344—346).
í Njáls sögu segir um Kára Sölmundarson, að hann reið frá Holti undir
Eyjafjöllum, vestur fyrir Seljalandsmúla og upp með Markarfljóti ’ok svá
upp í Þórsmprk. Þar eru þrír bæir, er í Mprk heita allir. Á miðbænum bjó sá
maðr, er Bjprn hét ok var kallaðr Bjprn hvíti* (ÍF 12, bls. 424).
Ummæli Njáls sögu um þrjá bæi á Mörkinni ollu á sínum tíma nokkrum
heilabrotum og þeirri tilgátu, að Njáluhöfundur væri að ruglast á þeim og
Merkurbæjunum þremur undir Eyjafjöllum (sjá t.d. ÍF 12, bls. 424, nm. 2).
Aðeins var vitað um tvo bæi á Þórsmörk sjálfri á þessum tíma og byggðist til-
gáta þessi því að því er virðist á túlkunaratriði, þ.e. hvort byggðaleifarnar inni
á Kápu á Almenningum bæri að telja með, er rætt væri um byggð á Þórs-
mörk á umræddum tima. Nú er hins vegar vitað um fjögur bæjarstæði á öllu
þessu svæði. Líkurnar á því, að treysta megi ummælum Njáluhöfundar um