Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 20
byggðaleifar á þórsmörk
25
2. mynd. Loftmynd af byggðaleifunum á Steinfinnsstöðum, tekin 1980. Hinar ýmsu tóftir, sem
rœddar eru í textanum, eru merktar A, B ogC inn á myndina. Ljósm. höf. Fig. 2. An aerial view
of the building remains at Steinfinnsstadir, taken in 1980. The various ruins discussed in the text
are marked A, B and C.
Fyrrgreind frásögn Brynjúlfs er greinilega byggð á lýsingum annarra, en ár-
ið 1893 stundaði hann sjálfur rannsóknir í Rangárþingi og kom þá m.a. á
Þórsmörk (Brynjúlfur Jónsson, 1894, bls. 21—22). Sagði hann bæjarrústina á
Kápu hafa komið í ljós fyrr á 19. öldinni við uppblástur, og endurtók síðan
fyrri lýsingu sína á henni. Hafi hleðslugrjótið legið á mold er hún var fyrst
skoðuð um 1840 (samanber frásögn Sýslu- og sóknarlýsinga hér að framan),
sem um 30 árum síðar hafi öll verið fokin burt, og rústin því úr lagi færð. Þá
sagði hann ýmsa smáhluti hafa fundist í rústinni, m.a. skæri sem gefin voru
forngripasafni (Þjms. 2432, 4. mynd). Skæri þessi eru með nútímalagi, ein
þau elstu þeirrar tegundar sem fundist hafa á íslandi (Kristján Eldjárn, 1956,
bls. 340—341). Brynjúlfur taldi byggðaleifar þessar vera eftir bæ Ásbjarnar
landnámsmanns.
1906 stundaði Brynjúlfur enn frekari rannsóknir á Þórsmörk, og velti þá
m-a. fyrir sér byggðaleifunum á Kápu. Hafði hann eftir mönnum, sem voru
gamlir í hans ungdæmi, að svæði þetta hafi þegar verið mjög uppblásið er þeir
voru ungir. Þó hafi verið eftir þar jarðvegstorfa, sem nefnd var Kápa vegna
lögunar sinnar. Virðist af frásögn hans, sem bæjarrústirnar hafi blásið út úr
Þessari torfu i minni fyrrnefndra gamalla manna. Að þessu sinni taldi Brynj-
ulfur minjarnar vera eftir bæ Steinfinns, og einnig einn þeirra bæja, sem