Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 21
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS nefndir eru í Njáls sögu (Brynjúlfur Jónsson, 1907, bls. 17—19). Er þetta í fyrsta sinn sem hugmyndin að Steinfinnsstöðum á þessum stað kemur fram. Mannabeinafunda er snemma getið á Steinfinnsstöðum, en það var fyrst árið 1925 að þau voru sérstaklega athuguð, er Matthías Þórðarson, þáverandi þjóðminjavörður, skoðaði tvö kuml frammi á bakkanum vestan við bæjar- stæðið. Var aldraður maður í öðru kumlinu og fylgdi honum spjót og silfur- hnappar; gullþráður loddi við einn hnappinn. í hinu kumlinu var hestur og ýmiss konar reiðtygjaútbúnaður. Kuml þessi eru nú alveg uppblásin og verða ekki athuguð frekar, en nánar verður vikið að þeim og þeim munum sem í þeim fundust, hér á eftir. Þar verður einnig gerð grein fyrir fleiri beinafundum frá sama stað, sem benda til þess, að fleiri kuml hafi verið í teignum. Þessar fyrri frásagnir af byggðaleifunum á Steinfinnsstöðum eru allar fremur stuttorðar og gefa ekki mikla hugmynd um húsaskipan eða umfang byggðarinnar. Mest er talað um uppblásturinn og fund ýmissa beina, bæði manna og dýra, í þessum lýsingum. Framan af voru byggðaleifarnar ýmist taldar vera eftir Miðmörk þá sem nefnd er í Njáls sögu (Sigurður Vigfússon og Páll Sigurðsson), og var þá ekki gert ráð fyrir byggð snemma í Húsadal, eða jafnvel eftir bæ Ásbjarnar Reyrketilssonar landnámsmanns (Brynjúlfur Jónsson, 1894). Almennt var gengið út frá því, að Kápa tilheyrði Þórsmörk. Það var fyrst árið 1906, að Brynjúlfur varpaði fram þeirri skoðun, að þessar byggðaleifar væru eftir Steinfinnsstaði og hefur sú skoðun verið ríkjandi síðan. Jafnframt taldi hann einn þeirra bæja, sem nefndir eru í Njáls sögu, líklega Efstumörk, hafa staðið á þessum stað. Miðmörk hafi þá verið í Húsa- dal og Fremstamörk þar sem nú heitir á Þuríðarstöðum. Innar á Almenn- ingum en Kápa er, hefur ekkert það fundist, sem bendir til þess, að þar hafi verið byggð. Tilgátur þess efnis verða því að teljast rakalausar. Athuganir á Steinfinnsstöðum 1980, 1981 og 1982 Fyrst var komið á staðinn 21. júlí 1980. Uppdráttur var gerður 23. og 24. júlí 1981, af þeim hluta byggðaleifanna, þar sem talið er, að skálinn hafi staðið (3. mynd). Enn var staðurinn heimsóttur 10. júlí 1982, og teikningin borin saman við byggðaleifarnar sjálfar. Þessar árvissu heimsóknir gáfu gott tækifæri til að fylgjast með ástandi byggðaleifanna og uppblæstri á staðnum, auk þess sem nýir munir fundust þar í hverri heimsókn. Bærinn stóð á melkolli, sunnan í Kápurananum, en þar hallar landi niður að Þröngá. Þó undirlendi sé enn nokkurt umhverfis bæjarstæðið, er aug- ljóst, að áin hefur brotið þó nokkuð af því. Land er nú mjög uppblásið, eins og áður segir. Byggðaleifarnar, sem eru nú aðeins grjótdreif, liggja á jarðvegsgrunni sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.