Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 21
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nefndir eru í Njáls sögu (Brynjúlfur Jónsson, 1907, bls. 17—19). Er þetta í
fyrsta sinn sem hugmyndin að Steinfinnsstöðum á þessum stað kemur fram.
Mannabeinafunda er snemma getið á Steinfinnsstöðum, en það var fyrst
árið 1925 að þau voru sérstaklega athuguð, er Matthías Þórðarson, þáverandi
þjóðminjavörður, skoðaði tvö kuml frammi á bakkanum vestan við bæjar-
stæðið. Var aldraður maður í öðru kumlinu og fylgdi honum spjót og silfur-
hnappar; gullþráður loddi við einn hnappinn. í hinu kumlinu var hestur og
ýmiss konar reiðtygjaútbúnaður. Kuml þessi eru nú alveg uppblásin og verða
ekki athuguð frekar, en nánar verður vikið að þeim og þeim munum sem í
þeim fundust, hér á eftir. Þar verður einnig gerð grein fyrir fleiri beinafundum
frá sama stað, sem benda til þess, að fleiri kuml hafi verið í teignum.
Þessar fyrri frásagnir af byggðaleifunum á Steinfinnsstöðum eru allar
fremur stuttorðar og gefa ekki mikla hugmynd um húsaskipan eða umfang
byggðarinnar. Mest er talað um uppblásturinn og fund ýmissa beina, bæði
manna og dýra, í þessum lýsingum. Framan af voru byggðaleifarnar ýmist
taldar vera eftir Miðmörk þá sem nefnd er í Njáls sögu (Sigurður Vigfússon og
Páll Sigurðsson), og var þá ekki gert ráð fyrir byggð snemma í Húsadal, eða
jafnvel eftir bæ Ásbjarnar Reyrketilssonar landnámsmanns (Brynjúlfur
Jónsson, 1894). Almennt var gengið út frá því, að Kápa tilheyrði Þórsmörk.
Það var fyrst árið 1906, að Brynjúlfur varpaði fram þeirri skoðun, að þessar
byggðaleifar væru eftir Steinfinnsstaði og hefur sú skoðun verið ríkjandi
síðan. Jafnframt taldi hann einn þeirra bæja, sem nefndir eru í Njáls sögu,
líklega Efstumörk, hafa staðið á þessum stað. Miðmörk hafi þá verið í Húsa-
dal og Fremstamörk þar sem nú heitir á Þuríðarstöðum. Innar á Almenn-
ingum en Kápa er, hefur ekkert það fundist, sem bendir til þess, að þar hafi
verið byggð. Tilgátur þess efnis verða því að teljast rakalausar.
Athuganir á Steinfinnsstöðum 1980, 1981 og 1982
Fyrst var komið á staðinn 21. júlí 1980. Uppdráttur var gerður 23. og 24.
júlí 1981, af þeim hluta byggðaleifanna, þar sem talið er, að skálinn hafi
staðið (3. mynd). Enn var staðurinn heimsóttur 10. júlí 1982, og teikningin
borin saman við byggðaleifarnar sjálfar. Þessar árvissu heimsóknir gáfu gott
tækifæri til að fylgjast með ástandi byggðaleifanna og uppblæstri á staðnum,
auk þess sem nýir munir fundust þar í hverri heimsókn.
Bærinn stóð á melkolli, sunnan í Kápurananum, en þar hallar landi niður
að Þröngá. Þó undirlendi sé enn nokkurt umhverfis bæjarstæðið, er aug-
ljóst, að áin hefur brotið þó nokkuð af því. Land er nú mjög uppblásið, eins
og áður segir.
Byggðaleifarnar, sem eru nú aðeins grjótdreif, liggja á jarðvegsgrunni sem