Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 22
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
27
er móhella. Er hún brúnleit, en blönduð svartri, forsögulegri gjósku. Þegar
komið var á staðinn 1980 mátti óljóst sjá grunnflöt langhúss, sem hefur vísað í
u.þ.b. A-V, nyrst og vestast á hólnum (A á 2. mynd). Grjótdreifin á þessu
svæði var dregin upp (3. mynd). Annars staðar á bæjarhólnum sást ekki móta
fyrir neinum byggingum, en suð-austast á honum fannst mikið af gjallmolum
á afmörkuðu svæði og mun þar hafa verið smiðja (B). Greining á þessu gjalli
staðfestir þá túlkun (sjá viðauka II).
Bæjarhúsin hafa verið byggð úr grjóti, og líklega mold og torfi, þó það
síðarnefnda sé nú að sjálfsögðu allt fokið í burtu. Hleðslugrjótið, sem er allt
brotið í smátt sökum veðrunar, var aðallega blá- og grágrýti, móberg og
flikruberg, en það síðastnefnda myndar molnað stóran hluta þess, sem talið er
vera suðurhlið langhússins. Norðurlanghliðin er óljósari. Það sem aðallega
gefur til kynna legu húss á þessum stað, er fyrrnefnt flikruberg, auk þess sem
svolítil dæld virðist marka lengd þess, en hún gæti verið um 20 m. Meðal
grjótdreifarinnar eru nokkrar brotnar hellur. Magnið er heldur lítið til þess að
um þakhellur sé að ræða, og er líklegra, að brotin tilheyri gólfhellum. Engin
merki sá um eldstæði, stoðarholur, bekki eða annað inni í húsinu. Það er
þannig ekki margt sem bendir til þess, að hús hafi staðið á þessum stað. Eins
og nú er ástatt um þessar byggðaminjar, er þetta þó líklegasta túlkun þeirra.
Við suð-austur enda (A) hefur stórum steinum verið hlaðið saman í vörðu.
Þetta eru langir, mjóir steinar, sem hafa líklega flestir verið í langeldi, en ekki
er nú unnt að segja til um hvar hann hefur verið inni í húsinu. Meðal stein-
anna í vörðunni er herslusteinn, 72 sm langur, 35 sm breiður og 17 sm þykkur
mest. Á öðrum enda hans er hersluraufin, 26 sm löng, 3 sm breið og 2.5 sm
djúp. Hefur steinn þessi án efa átt heima í smiðjunni sem þarna mun hafa
verið rétt hjá (B).
Norð-austur af vörðunni voru vatnsholaðir blágrýtissteinar á afmörkuðu
svæði. Hefur þeim greinilega verið safnað saman þar til einhverra nota. Ekki
eru þeir nothæfir sem kljásteinar, þar sem vatnsholurnar mynda ekki göt, en
e.t.v. hefur átt að gera þá að slíkum. Við uppgröft í Kópavogi fannst svipuð
steinahrúga sem hefur verið túlkuð á þennan hátt (Guðrún Sveinbjarnar-
dóttir, í undirbúningi).
Norð-austan við (A), í slakkanum milli aðalrústasvæðisins og brekkurót-
anna, er hleðslugrjót á afmörkuðu svæði (C). Mátti þar helst greina tvískipt
hús, sem líklega hefur verið útihús. Vestur af bæjarhólnum dreifist hleðslu-
grjót, mest blá-, grágrýti og móberg, niður í áttina að Þröngá. Á þessu svæði
fundust gjallmolar, flatt járnbrot, klofið í brotna endann, e.t.v. brot af skeifu
(Þjms. 1.7. 1981) og nagli (Þjms. 24.7. 1981). Vatn hefur runnið þarna um og
valdið nokkurri röskun.
Eins og fyrr segir, er augljóst af frásögnum, að mannabeina varð vart á