Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 24
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
29
4. mynd. Skœri frá Sleinfinnsstöðum. Ljósm. Gísli Gestsson. Fig. 4. Scissors from Steinfinns-
stadir. Photo Gísli Gestsson.
3. „Fáein mannabein (Þjms. 2435), sem Jón Steffensen telur helst vera úr konu“ (K.E., 1956,
bls. 30).
Eftirfarandi munir (Þjms. 9081—9087) fundust í bæjarhúsunum.
4. Tvö klébergsbrot (Þjms. 9081a-b), blágrá að lit, líklega bæði úr sömu, stóru grýtunni.
Stærra brotið (a) er lögulegra en það minna (b). Lengd mest 12.8 sm, breidd 8.4 sm, þykkt
1.9 sm. Aðeins íhvolft, pússað að innan, grófsléttað utan. Hefur brotnað um lítið, borað
gat, sem er 0.7 sm í þvermál. Líklega ofarlega úr grýtunni. (b) er ólögulegt og mun hrjúfara
en (a); hefur t.d. enga pússaða áferð. Lengd 7.8 sm, breidd 3.7 sm, þykkt 2.0 sm.
5. Klébergsbrot (Þjms. 9082), ljósgrænleitt, gróft. Slétt neðan, hvelfist upp: líklega hluti botns
og byrjun belgs á grýtu. Lengd 8.5 sm, breidd 4.0 sm, þykkt 1.4 sm mest, 0.9 sm minnst.
6. Klébergsbrot (Þjms. 9083, mynd 5,1), dökkgrátt, með boruðu gati, sem er 0.4 sm í þvermál.
Lengd mest 5.1 sm, breidd 2.9 sm, þykkt 1.35 sm. Óvisst er, úr hvaða hlut þetta er.
7. Hálfur snældusnúður úr klébergi (Þjms. 9084, mynd 5,2), blágrár með gulum dröfnum;
litnum svipar til Þjms. 9081. Þvermál 3.6 sm, þykkt 1.7 sm, þvermál gats 0.9 sm. Tæpur
helmingur alls snúðsins. Hinn helmingurinn fannst seinna (34 hér á eftir; Þjms. 1974:209).
8. Tönn (Þjms. 9085), brot. Lengd 3.9 sm. Talin vera jaxl úr sauðkind í Skrásetn. Þjms.
9. Tönn (Þjms. 9086), brennt smábrot. Líklega úr jaxli sauðkindar.
10. Nagli (Þjms. 9087, mynd 5,3), úr járni, brot. Ferkantaður og flatur í sárið, með flötum
haus. Lengd 3.8 sm. Óvisst er, hvort hann fannst á Steinfinnsstöðum eða á Þuríðarstöðum.
Eftirfarandi munir (Þjms. 9088—9103) fundust i dysinni sem rannsökuð var 1925.
11. „Mannabeinaleifar, mjög eyddar af fúa, vindi og veðri.“ Höfuðkúpubrot, breidd 9 sm, enni
4 sm á hæð. Gamall karlmaður (Þjms. 9088) (Skrásetn. Þjms: K.E., 1956, bls. 30).
12. Þrír silfurhnappar, um 1.4 sm í þvermál. Brugðnir úr grönnum silfurþræði, uppmjókkandi,
holir innan, op að neðan, hafa líklega setið á fæti. Fundust með mannabeinaleifunum (9088),
dreifðir í sandinum. E.t.v. af kyrtli, t.d. brjóstklauf (Þjms. 9089) (Skrásetn. Þjms.; K.E.
1956, bls. 30 & 151, mynd bls. 334; sjá einnig Árbók 1925—6, bls. 49—51).
13. Gullþræðir, mjög smágerðir, úr flötum þræði, undnir upp í gorma og hafa verið spunnir
um grófari þráð sem nú er horfinn. Fundust innan um sandkorn og jurtaleifar. Úr gull-
skotnum vefnaði eða gullsaumi. Fannst í dys. (Þjms. 9090) (Skrásetn. Þjms.; K.E., 1956,
bls. 30).
14. Spjót, talið vera af K-gerð, Sverd 21. Lengd 54 sm. Ofnum dúk virðist hafa verið vafið um
endana er spjótið var lagt í jörðu — allt er það nú steingervingur af ryði. Lengd fjaðrar
(eftir egg), 29.5 sm, breidd upp við fal 4.0 sm. Hryggur eftir miðju, dálítið íholir fletir