Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 32
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
37
9. mynd. Loftmynd af Þuríðarstöðum, séð í suður. Byggðaleifarnar eru á hœgra helmingi rnynd-
arinnar. Ljósm. höf. Fig. 9. An aerial view of Thurídarstadir, tooking south. The building re-
mains are in the right half of the photo.
stunduðu þá sjóróðra undir Fjöllunum (Gestur Guðfinnsson, 1972, bls. 107).
Brynjúlfur nefnir í fyrrgreindri frásögn einnig smásteina á bæjarstæðinu, sem
hann telur hafa verið borna þangað frá fljótinu (Brynjúlfur Jónsson, 1907,
bls. 19—21). Er líklegast, að hann eigi við líparitsteinvölur sem oft finnast á
fornum bæjarstæðum og gætu hafa verið notaðir til einhverra leikja (sjá Guð-
rún Sveinbjarnardóttir, 1982, bls. 74).
Athuganir á Þuríðarstöðum 1980
Komið var á staðinn í júlí 1980. Sá þá aðeins móta fyrir fyrrnefndri, lítilli
tóft vestast á svæðinu (lengst til hægri á 9. mynd). Sjá mátti hvar aðalbæjar-
húsin munu hafa staðið, en þar er nú aðeins óregluleg dreif basalt- og mó-
bergssteina, og hellna (steinadreifin hægramegin við miðju á 9. mynd). Eitt-
hvað af hleðslugrjótinu hefur hrunið niður í gil sem myndast hefur suð-austan
við bæjarstæðið, og á suðurbakka þess sáust enn merki um byggðaleifar þær
sem Brynjúlfur nefndi smiðju. Fáar smiðjur eru nú þekktar á íslandi, bæði úr
uppgröftum og enn í notkun á bæjum, en þær munu samkvæmt heimildum
hafa verið svo til á hverjum bæ á seinni öldum, og hafa þá víðast, samkvæmt
gamalli reglu, staðið spölkorn frá bæjarhúsunum sökum eldhættunnar (Krist-