Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 34
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
39
Engin merki sáust um steinker þau, sem Brynjúlfur nefnir í grein sinni, né
um þróna, sem höggvin var í móhelluna. Byggðaleifar þessar eru nú það illa
farnar, að ekki þótti ástæða til að draga grjótdreifina upp, þar sem ólíklegt
var talið, að slíkur uppdráttur veitti nokkrar frekari upplýsingar um skipulag
bæjarhúsanna. Er miður, að leifarnar voru ekki rannsakaðar nánar, þegar
Brynjúlfur var þar á ferð árið 1906. Samkvæmt lýsingum hans var á þeim
tíma allnokkuð eftir af þeim.
Hér á eftir fylgir listi yfir alla þá muni, sem fundist hafa á þessum stað og
tókst að afla upplýsinga um.
Eftirfarandi munir (Þjms. 9075—9080) eru skráðir í safnaukaskrá Þjóð-
minjasafnsins af Matthíasi Þórðarsyni 30.8. 1925.
1. Brot af hnífi (Þjms. 9075, mynd 10,1). Lengd mest 3.3 sm, breidd 1.15 sm, þykkt bakkans
0.5 sm, eggjar minnst 0.1 sm. Gagnbrunnið. Matthías taldi brotið vera aftasta hluta blaðs-
ins og fremsta hluta tangans.
2. Skafabrot úr járni (Þjms. 9076, mynd 10,2). Lengd 11.0 sm, breidd 2.75—0.55 sm. Aftur-
mjótt, bogið á tveimur stöðum. Gagnbrunnið. Matthías taldi þetta vera tangann og aftasta
hluta skafans.
3. Gjallbrot (Þjms. 9077), nú brotið í marga mola. Stærsta brotið er límt saman,
laga, þvermál 5.8 sm, þykkt 1.3 sm. Matthías taldi þetta vera rauðablástursgjall.
4. Hella úr fínkornuðu seti (Þjms. 9078). Merki á henni sýna, að hún hefur verið notuð til þess
að hvessa eggjárn á. Mest haf um 16 sm. Óregluleg í laginu. Brotnað hefur upp úr báðum
stóru flötunum og tveimur hliðarflötunum. Þykkt 1.95—3.6 sm. Guðmundur Jónsson í
Háamúla í Fljótshlíð fann og afhenti þjóðminjaverði.
5. Beinbrot (Þjms. 9079), mjög veðrað. Mest haf 13.6 sm, breidd 2.9—5.4 sm, þykkt 2.6—3.4
sm. Matthías taldi þetta vera hvalbein.
6. Brýnisbrot (Þjms. 9080, mynd 10,3), úr flögubergi (schist), ferstrent, mjókkar í annan end-
ann. Á aðra breiðu hliðina eru ristar 3 grunnar rákir, tvær með 1 mm millibili 0.6 sm frá
mjórri endanum (brotið er upp úr brýninu á þessu bili); ein 0.2 sm frá breiðari endanum.
Brýnið hefur brotnað um enn eina skoruna í þennan enda. Lengd 4 sm, breidd 0.95—0.8
sm, þykkt 0.6—0.4 sm. Brýni af þessari tegund eru talin upprunnin af svæðinu í kringum
Oslófjörðinn (Ellis, 1969).
Eftirtalda muni (Þjms. 5393—5395) færði Brynjúlfur Jónsson Þjóðminjasafninu árið 1906 (Ár-
bók 1907, bls. 48).
7. Járnstautur (Þjms. 5393a, mynd 10,4), ryðgaður. Lengd 11.4 sm, þykkt 0.3—1.2 sm.
8. Járnnagli (Þjms. 5393b, mynd 10,5), grannur, með flatan haus að þvermáli 1—1.2 sm.
Lengd 5.25 sm, þykkt 0.3—0.7 sm.
9. Rónaglahaus (Þjms. 5393c, mynd 11,1), flatur og ferhyrndur. Lengd 2.4 sm, breidd 1.9 sm,
þykkt 0.3—0.7 sm.
10. Járnnagli (Þjms. 5393d, mynd 11,2), brotinn, flatur og boginn, með flatan haus að lengd
2.05 sm. Lengd 3.4 sm, breidd 0.7—0.4 sm. Líklega fjöður.
11. Bogið járn (Þjms. 5393e, mynd 11,3), líklega upprunalega ferstrent. Mest haf 11.4 sm,
þykkt mest 0.6 sm.
12. Járn (Þjms. 5393f, mynd 11,4), bogið í hálfhring. Mest haf 3.3 sm, þykkt mest 1.1. sm.
13. Járnlykkja (Þjms. 5393g, mynd 11,5), líklega brotið af öðrum endanum. Mest haf 5.8 sm,