Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 39
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
43
14. mynd. Byggðaleifarnar á Þuríðarstöðum efri, séð í austur. ’Langhúsið' er hœgra megin á
myndinni. Ljósm. höf. Fig. 14. The building remains at Thurídarstadir efri, looking east. The
’longhouse‘ is to the right on the photograph.
enginn augljós meðal þeirra muna sem til eru frá þessum stað. Gjallmolarnir,
sem fundust 1980, eru eina merkið um smiðju þá, sem Brynjúlfur talar um.
Brýnin eru úr flöguþergi, en sú þergtegund fyrirfinnst ekki á Islandi. Munu
þau líklega vera innflutt frá Noregi (Ellis, 1969). Eldtinnusteinar finnast oft á
bæjarstæðum (sjá t.d. Þór Magnússon, 1973, nr. 523, bls. 70; Kristján
Eldjárn & Gisli Gestsson, 1952, bls. 46 & 60). Þeir munu vera innfluttir, og
hafa vafalaust verið notaðir til þess að slá eld með.
Engan muna þeirra, sem fundist hafa á Þuríðarstöðum, er unnt að tíma-
setja nákvæmlega. Einnig eru byggðaleifarnar sjálfar nú það illa farnar, að
tímasetning þeirra út frá jarðlögum er ekki möguleg. Allar fyrri frásagnir af
þessum byggðaleifum bera þess þó merki, að þarna hafi snemma verið byggt.
Ber þar hæst lýsingu Brynjúlfs á þeim frá árinu 1906, en einnig er freistandi að
tengja nafngift bæjarstæðisins Katli, syni Ásbjarnar landnámsmanns, en
kona hans á að hafa heitið Þuríður. Ekki er þó vitað, hvenær nafngiftin varð
til. Athugun byggðaleifanna 1980 varpaði engu frekara ljósi á þetta.
Byggðaleifar á Merkurrana, upp af Engidal: Þuríðarstaðir efri
Um 300 m suð-vestan við Þuríðarstaði, upp af Engidal, rétt norðan við há-